Samfélagsmiðlar

Aðeins hið opinbera getur endurræst flugfélag

Það dugar ekki að lofa flugfélögum eins og SAS ríkisábyrgðum á lánum heldur verði líka að auka hlutafé. Og það hafi einkafjárfestar varla bolmagn í að mati stjórnarmanns í flugfélaginu sem kallar eftir auknu fé frá stærstu eigendunum, sænska og danska ríkinu.

Þota SAS við Arlanda flugvöll í Stokkhólmi.

Bæði stjórnendur Icelandair og SAS gripu til þess í gær að segja upp um helmingi starfsmanna í ljósi þess að nú liggja flugsamgöngur nærri algjörlega niðri og tekjurnar nánast engar. Staða SAS eins og fleiri flugfélaga er því grafalvarleg þrátt fyrir að ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafi strax í mars gefið út loforð um að ábyrgjast lán til félagsins sem upp á rúmlega fjörutíu milljarða íslenskra króna. Til viðbótar ætlar norska ríkið líka að ábyrgjast lán til félagsins.

Þessi ríkislán duga þó ekki ein og sér að að mati Jacob Wallenberg sem situr í stjórn SAS fyrir hönd Wallenberg ættarinnar en hún er stærsti fjárfestirinn í flugfélaginu á eftir sænska og danska ríkinu. Wallenberg skorar því á ráðamenn í Svíþjóð og Danmörku að setja aukið hlutafé í flugreksturinn og segir að aðrir hluthafar muni líka reyna að leggja sitt að mörkum.

Hann fullyrðir þó að við aðstæður eins og ríkjandi eru í dag þá hafi einkafjárfestar ekki burði í að endurræsa flugfélög. Það verkefni sé aðeins á færi hins opinbera. Vísar Wallenberg jafnframt til þess að flugfélög eins og SAS séu mikilvæg fyrir samgöngur og þar með útflutningsgreinar landanna.

Í tengslum við uppsagnir gærdagsins kom það fram í viðtölum við Rickard Gustafson, forstjóra SAS, að ennþá hefðu fyrrnefndar lánaábyrgðir ríkissjóða ekki verið gefnar út og það væri þörf á því að bæta úr því sem fyrst. Þess má geta að forstjórinn mat lausafjárstöðu SAS sterka í upphafi kórónaverukrísunnar en síðan þá hefur staðan skiljanlega versnað til muna.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …