Bjóða upp á ferðalag um Færeyjar

Ferðamálaráð Færeyja hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð til ýta undir áhuga ferðalögum til eyjanna þegar kórónuveirukrísan er yfirstaðin.

Hin nýja herferð Færeyinga. Mynd: Kirstin Vang / Visit Faroe Islands

Vegna heimsfaraldursins hefur öllum ferðalögum síðustu vikna verið aflýst og óljóst er hvenær landamæri opnast á ný. Það á líka við þá sem ætluðu að heimsækja frændur okkar í Færeyjum en eyjarnar hafa sótt í sig veðrið sem áfangastaður síðustu ár.

Til að koma til móts við þann hóp sem ætlaði sér að njóta færeyskrar náttúru nú vor þá hefur ferðamálaráð eyjanna sett í loftið myndbönd þar sem áhorfendum gefst færi á að stýra ferðamanni sem fer um eyjarnar og nýtur þess besta sem þær hafa upp á að bjóða.

Það er svo von forsvarsfólks ferðamála í Færeyjum að þetta ferðalag í sýndarveruleika verði til þess að auka áhuga stærri hóps til að upplifa landið með eigin augum þegar ástandið batnar á ný.

Hér er myndband þar sem formaður ferðamálaráðs Færeyja kynnir herferðina:

www.Remote-Tourism.com from Visit Faroe Islands on Vimeo.