Samfélagsmiðlar

Bóka hótelgistingu í heimalandinu

Það er örlítið ljós í myrkrinu að nú bóka Norðmenn sjálfir fleiri hótelgistingar þar í landi. Ákall ráðamanna og verðlækkanir vega þar þungt.

Það eru vafalítið einhverjir Norðmenn að velta fyrir sér ferð til Bergen. Þetta verk Ragnar Kjartanssonar er það fyrsta sem blasir við fólki þegar gengið eru út úr flugstöð borgarinnar.

Nú um páskana setti umsvifamesta hótelkeðja Noregs, Nordic Choice hotels, í loftið sína árlegu sumarherferð. Að þessu sinni er verðið á gistingunni hagstæðara en oft áður því þeir sem ganga núna frá bókun fyrir sumarið fá þrjátíu prósent afslátt. Ástæðan fyrir þessum kostakjörum er auðvitað sú krísa sem nú ríkir í ferðaþjónustu vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar.

Og það er skemmst frá því að segja að tilboðið hefur fallið í kramið því fyrstu daga herferðarinnar hafa sex þúsund hótelherbergi verið bókuð samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Það eru um þriðjungi fleiri pantanir en bárust á sama tíma í fyrra. Framkvæmdastjóri Nordic Choice telur þetta til marks um að fleiri Norðmenn ætli sér að ferðast innanlands í sumar og það séu jákvæð tíðindi á þessum erfiðu tímum. Hann undirstrikar þó að það sé langt frá því að heimamarkaðurinn nái að fylla upp í það gat sem útlit er fyrir að erlendir hótelgestir skilji eftir sig á norska markaðnum í sumar.

Hjá hótelkeðjunni Classic Norway er líka hægt að bóka gistingu í dag með vænum afslætti. Til dæmis kosta tvær nætur í tveggja manna herbergi, með þriggja rétta kvöldverð, 990 norskar krónur eða um 13.500 íslenskar. Framkvæmdastjóri Classic Norway segir að fyrirtækið þéni ekkert á svona tilboðum en nú þegar hafa um ellefu hundruð bókanir borist fyrir sumarið. Hann tekur þó fram að áhugi Norðmanna á ferðalögum innanlands er greinilega mikill því fjöldi heimsókna á heimasíðu hótelkeðjunnar margfaldaðist eftir að Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, tók undir tilmæli Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórarnar ESB, um að Evrópubúar myndi sleppa utanlandsferðum í sumar.

Eigendur minni hótela eru þó ekki ekki allir ánægðir með þessi tilboð frá keðjunum. „Við verðum að halda í verðskrána til að koma okkur í gegnum þennan storm. Ég skil þó vel að þeir sem eru komnir út í horn finni fyrir pressu og selji sig ódýrt. Mér þykir það hins vegar slæmt að þeir sterkastu í geiranum ríði á vaðið,“ segir eigandi Hotel Walaker sem er elsta gistihús Noregs. Saga þess nær aftur til ársins 1640 og núverandi hótelstjóri er af níundu kynslóð Walaker ættarinnar sem stýrir hótelinu. Þar þekkja þau því alls kyns sveiflur í rekstri.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …