Fækkunin á Keflavíkurflugvelli nam 63 prósentum

Það voru rétt 219 þúsund farþegar sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði. Hópur skiptifarþega skrapp saman um nærri áttatíu af hundraði.

Mynd: Isavia

Það var í lok mars í fyrra sem WOW air varð gjaldþrota og síðan þá hefur farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkað á bilinu 25 til 35 prósent á milli mánaða. Útbreiðsla kórónaveirunnar setur svo ennþá meiri svip á farþegatölur flugvallarins því í nýliðnum mars nam fækkunin þar 63 prósentum samkvæmt nýjum tölum Isavia.

Langmestur var samdrátturinn í hópi skiptifarþega en komu- og brottfararfarþegum fækkaði um meira en helming eins og sjá má á súluritinu.