Samfélagsmiðlar

Fleiri velja að fresta ráðstefnum en afbóka

Það verður lítið um fjölþjóðlega fundi, ráðstefnur, hvataferðir og viðburði hér á landi í ár að sögn Sigurjónu Sverrisdóttur framkvæmdastjóra Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur.

Tómur salur í Hörpu.

Eins og staðan er í dag er búið að fresta eða afbóka nánast öllum fyrirhuguðum erlendum verkefnum sem fara áttu fram hér á landi næsta hálfa árið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavik) sem það hlutverk að markaðssetja höfuðborgina og Ísland fyrir slíka ferðamenn sem jafnan eru kallaðir MICE-ferðamenn.

Félagið vinnur nú að því að safna saman upplýsingum um afbókanir vegna COVID-19 faraldursins og greina árif þeirra á afkomu ferðaþjónustunnar í ár og næstu árin.

„Ef við reynum að finna eitthvað jákvætt úr þeim upplýsingum sem við höfum safnað að þá er það að um sextíu prósent þeirra ráðstefna sem fara áttu fram hér á landi hefur verið frestað og áætlað að þær komi síðar, flestar á næsta ári. Um fjórðung hefur verið aflýst en um fimmtán prósent hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þeim verði frestað eða aflýst. Svipaða sögu er að segja með hvataferðir. Um helmingur hefur valið að fresta og um fjórðungur á eftir að taka ákvörðun um frestun eða afbókun. Mikil vinna liggur að baki við að halda þessum bókunum inn á áfangastaðnum og mun sú vinna halda áfram en róðurinn mun eflaust þyngjast eftir því sem líður á faraldurinn,“ segir Sigurjóna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri.

Í tilkynningu kemur fram að mikið er í húfi fyrir ferðaþjónustuna hér á landi að verja þennan markhóp erlendra gesta. „Tekjur af MICE ferðamönnum eru að jafnaði um tvöfalt hærri á hverja gistinótt en af hefðbundnum ferðamönnum. Þetta eru því ferðamenn sem teljast til betur borgandi gesta. Það stefndi í um tíu til ellefu prósent aukningu í komu MICE ferðamanna í ár en þeir voru rétt tæplega 150.000 árið 2019 sem einnig var metár.“

Sigurjóna segir að félagið beri miklar væntingar til markaðsverkefnisins „Saman í sókn“ sem stjórnvöld hafa boðað þegar ferðatakmörkunum verður aflétt. „Við trúum því og treystum að þessum markhóp verði gert hátt undir höfði í þeim aðgerðum. Enda fullt tilefni til“.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …