Samfélagsmiðlar

Flókið að koma til móts við neytendur og ferðaskrifstofur

Bæði Neytendasamtökin og íslenskar ferðaskrifstofur hafa horft til þeirra leiðar sem farin var í Danmörku við að endurgreiða ferðir sem felldar hafa verið niður vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn danskra ferðaskrifstofa finna þó ýmislegt að fyrirkomulaginu þar í landi.

Nú þegar landamæri hafa lokast og stjórnvöld vara við ferðalögum þá liggja næstum allar samgöngur milli landa niðri. Af þeim sökum hefur brottförum síðustu vikna verið aflýst. Og þegar ferðir eru felldar niður þá eiga neytendur rétt á endurgreiðslu innan tveggja vikna samkvæmt reglum sem gilda innan EES-svæðisins. Þetta á jafnt við um þá sem höfðu borgað inn á ferðalag frá Íslandi til útlanda og líka útlendinga á leið til Íslands á vegum íslenskra ferðaskrifstofa.

Þessi krafa reynist evrópskum ferðaskrifstofum þung við þær aðstæður sem nú ríkja. Allar ferðir falla niður og engar nýjar bókanir berast. Ferðaskrifstofur og flugfélög riða því til falls enda er stór hluti þess lausafjár sem fyrirtækin sitja á núna í formi fyrirframgreiðslna. Umræða um þessa endurgreiðslukröfu er því hávær víða í álfunni enda er réttur neytenda skýr. Á sama tíma standa flugfélög og ferðaskrifstofur frammi fyrir vanda sem löggjafinn sá aldrei fyrir.

Allt frá því að kórónaveirukrísan hófst hefur því verið reynt að finna lausn á stöðunni. Hér heima gaf atvinnuvegaráðuneytið það út í síðasta mánuði að ferðaskrifstofur ættu að endurgreiða ferðir sem felldar hafa verið niður. Og þeim tilmælum hafa margar ferðaskrifstofur fylgt. Seinnipartinn í gær dró ríkisstjórnin í land og sagði að væntanleg væri reglugerð þar sem ferðaskrifstofum yrði heimilað að endurgreiða ferðir með inneignarnótum.

Strax í kjölfarið sendu Neytendasamtökin frá sér ályktun þar sem þessar breytingar eru gagnrýndar. Þar segir að ekki sé boðlegt að ríkisstjórnin hyggist koma til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum. Hafa samtökin bent á að fara mætti sömu leið og í Danmörku þar sem stjórnvöld hafa sett þrjátíu milljarða í ábyrgðasjóð danskra ferðaskrifstofa. Innspýtingin er í formi láns sem greiða á upp eftir tíu ár.

Forsvarsfólk íslenskra og sænskra ferðaskrifstofa hefur einnig horft til dönsku leiðarinnar. Á sama tíma eru kollegar þeirra í Danmörku ekki himinlifandi með sína stöðu. Ástæðan er meðal annars sú að í Danmörku er ábyrgðasjóður ferðaskrifstofa sameiginlegur sem þýðir að þær upphæðir sem greiða þarf út úr sjóðnum lenda á öllum ferðaskrifstofum. Ekki bara þeim sem nýta sér úrræðin og fara jafnvel á hausinn heldur líka þeim sem eru með allt sitt á hreinu. Formaður danskra ferðaskrifstofa segir að hver ferðaskrifstofa geti aðeins borið ábyrgð á þeirri upphæð sem hún fær lánað úr sjóðnum.

Ráðgjafi í greininni segir í aðsendri grein í ferðaritinu Standby að hann óttist að aðgerðir danskra stjórnvalda gagnvart ferðaskrifstofum þar í landi muni reka helming þeirra í þrot strax á næstu mánuðum. Danska leiðin er því umdeild þar í landi jafnvel þó íslenskar ferðaskrifstofur og Neytendasamtökin horfi til hennar sem lausnar á núverandi vanda.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …