Samfélagsmiðlar

Flugfélög í ennþá verri málum

Verri efnahagshorfur og lengri ferðatakmarkanir eru helstu ástæður þess að sérfræðingar alþjóðasamtaka flugfélaga eru svartsýnni á stöðu mála í dag en þeir voru í lok síðasta mánaðar.

Tekjur flugfélaga munu dragast saman um 55 prósent í ár og það er viðbúið að batinn vegna kórónaveirukrísunnar verði hægari en áður var gert ráð fyrir. Þetta er mat sérfræðinga IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga, sem birtu nýja greiningu á stöðu mála í fluggeiranum í gær. Spáin er mun dekkri en sú sem samtökin gáfu út fyrir tæpum þremur vikum þegar tekjutap flugfélaganna var áætlað á 44 prósent.

Megin ástæður aukinnar svartsýni eru þær að nú er útlit fyrir að ferðatakmarkanir muni vara í lengri tíma en áður var talið. Á sama tíma hafa horfur flugrekstrar í Afríku og Mið-Ameríku einnig versnað og hagvísar eru á niðurleið sem leiðir til minnkandi eftirspurnar eftir ferðalögum.

Alexandre de Juniac, framkvæmdastjóri IATA, segir umfang krísunnar vera orðið það mikið að nú sé ekki lengur hægt að búast við snöggum bata heldur muni það taka lengri tíma að komast aftur á sama stað og áður. Hann skorar því á stjórnvöld að grípa til séraðgerða til að koma flugfélögum til aðstoðar enda séu mörg störf í húfi. Meðal þeirra leiða sem IATA kallar eftir er beinn fjárhagslegur stuðningur við flugfélög til að vega upp á móti tekjutapinu. Lánafyrirgreiðslur eru annar kostur í stöðunni og síðan undanþágur frá opinberum gjöldum.

Í því samhengi má nefna að bandarísk stjórnvöld og tíu stærstu flugfélögin þar í landi gerðu með sér samkomulag í gær um stuðning þess opinbera við félögin. Hið opinbera mun veita flugfélögunum beinan fjárhagsstyrk upp á 70 prósent af þeirri upphæð sem stjórnendur þeirra telja sig þurfa en afgangurinn af upphæðinni kemur í formi lána. Í staðinn fær bandaríska ríkið veð í hlutabréfum félaganna en sá hlutur getur þó ekki farið yfir þrjú prósent af útgefnum hlutafé í hverju félagi fyrir sig. Samkomulagið gerir líka ráð fyrir að flugfélögin geti ekki sagt upp starfsfólki til og með 30. september næstkomandi.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …