Hagn­aður þrátt fyrir samdrátt á öllum sviðum

Farþegum á flugvöllum landsins fækkaði í fyrra og það voru færri þotur um íslenskt flugstjórnarsvæði. Engu að síður var rekstur Isavia réttum megin við núllið.

Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um 26 prósent í fyrra. Mynd: Isavia

Hagn­að­urinn af rekstri hins opin­bera Isavia, sem rekur flug­velli landsins, nam 1,2 millj­örðum króna eftir skatta í fyrra. Það er lækkun um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári samkvæmt því sem segir í tilkynn­ingu. Þar kemur fram að þegar tillit er tekið til niður­færslu á viðskipta­kröfum vegna falls Wow air nemur lækk­unin milli ára um 1,2 millj­arði króna. „Tekjur ársins lækkuðu um 3,3 millj­arða, sem er um 8 prósent samdráttur á milli ára. Hand­bært fé nam um 9,2 millj­örðum króna í árslok 2019,” segir í tilkynn­ingu.

Í fyrra fækkaði þeim farþegum sem fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl um 26 prósent og samdrátt­urinn á öðrum flug­völlum landsins nam 11,4 prósentum. Á sama tíma dróst umferðin um hið íslenska úthafs­flug­stjórn­ar­svæði saman um 7,5 prósent.

„Árið 2019 var fyrir margar sakir viðburða­ríkt. Wow air féll á fyrri hluta ársins og stuttu síðar voru Boeing 737 MAX vélar Icelandair kyrr­settar. Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia,“ segir Svein­björn Indriðason, forstjóri Isavia, í tilkynn­ingu. Hann bætir við að vegna útbreiðslu kóróna­veirunnar sé gríð­ar­mikil óvissa með fram­haldið. „Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjár­hagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrir­tæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfið­leika.“

Á aðal­fundi Isavia var stjórn félagsins endur­kjörin en hana skipa full­trúar fimm þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Orri Hauksson frá Sjálf­stæð­is­flokki, Eva Pandora Bald­urs­dóttir full­trúi Pírata, Fram­sókn­ar­mað­urinn Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunn­laugs­dóttir frá Miðflokki og Valdimar Hall­dórsson er stjórn­ar­maður VG.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virki­lega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómet­an­legt ef þú myndir leggja útgáf­unni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýs­ingar.