Halda Íslandsfluginu inni þrátt fyrir helmings niðurskurð

Brottförum lettneska flugfélagsins AirBaltic fækkar um helming í sumar. Áfram munu þotur félagsins fljúga hingað frá Riga en þó einni ferð sjaldnar í viku hverri en upphaflega var gert ráð fyrir.

Mynd: AirBaltic

Eftir að Wizz Air gaf upp á bátinn beint flug til Íslands frá Riga, höfuðborg Lettlands, þá er AirBaltic eitt um þá flugleið. Og þrátt fyrir að stjórnendur þess síðarnefnda ætli nú fækka ferðum sumarsins um helming þá verður fluginu til Íslands haldið áfram. Í svari við fyrirspurn Túrista segir að eina breytingin sem verði er að brottförum verði fækkað úr fjórum í þrjár í viku.

AirBaltic hefur verið í mikilli sókn síðustu ár og setti nýtt met í fyrra  flutti félagið fimm milljónir. Til samanburðar nýttu 4,4 milljónir sér áætlunarflug Icelandair í fyrra.

Sem fyrr segir verður sumaráætlun AirBaltic skorin niður um helming og um leið leggur félagið öllum sínum Boeing 737-300 þotum og Bombardier Dash 400 flugvélum. Þar með verða eingöngu nýjar Airbus A220 þotur í flota félagsins.

Þess má geta að þær tvær leiguvélar sem Icelandair notar nú í sumar eru af gerðinni Boeing 737-300 og Air Iceland Connect á sömuleiðis tvær Bombardier flugvélar eins og Air Baltic ætlar nú að leggja.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.