Icelandair stefnir á 30 milljarða króna

Fyrst segist ríkisstjórnin til í að styðja við Icelandair með lánalínu og svo gefur Icelandair út nánari upplýsingar um áður boðað hlutafjárútboð.

Mynd: Sigurjón Ragnar / sr-photos.com

Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt tillaga um að ríkið væri tilbúið að eiga samtal um mögulega veitingu lánalínu eða ábyrgð á lánum til Icelandair. Þetta var tilkynnt á vef stjórnarráðsins seinnipartinn í dag. Þar segir að aðkoma stjórnvalda sé háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endurskipulagningu flugfélagsins.

Einum og hálfum tímum eftir að þetta var tilkynnt sendi Icelandair samsteypan frá sér sína eigin tilkynningu þar sem fram kemur að félagið stefni að því að afla sér allt að 30 milljarða króna í hlutafjárútboði sem haldið verður nú í júní.

Icelandair gaf út fyrir hálfum mánuði síðan að stefnt væri á hlutafjárútboði til að styrkja stöðu félagsins sem hefur vekst gríðarlega vegna útbreiðslu Covid-19. Í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér af því tilefni sagði að þessu ferli væri félagið í góðu sambandi við stjórnvöld.

Við lokun kauphallarinnar í dag var markaðsvirði Icelandair rétt um 13 milljarðar króna og hefur það lækkað um rúmlega tvo þriðju það sem af er ári.