Samfélagsmiðlar

Keflavíkurflugvöllur á nýjum stað

Lausafjárstaða Isavia hefur aldrei verið sterkari en hún er í dag. Á sama tíma er flug- og ferðageirinn í molum. Það blasir því nýr veruleiki við stjórnendum Keflavíkurflugvallar sem nú ættu að einblína á rekstur samgöngumiðstöðvar í stað þess að mæta kröfum eigandans um að hámarka afkomuna.

Það er ekki við því að búast að fólk fjölmenni uppí flugvélar um leið og landamæri opnast á ný. Um þetta eru sérfræðingar sammála um og gera því ráð fyrir að eftirspurn eftir ferðalögum verði takmörkuð í lengri tíma. Þar vegur þungt óvissa varðandi heilsu og efnahag en ekki síður samdráttur hjá flugfélögum sem mörg hver standa tæpt í dag.

Ef þessar svartsýnu spár ganga eftir þá þurfa flugvellir og áfangastaðir að bítast um þær þotur sem fara á flug eftir að stjórnvöld afturkalla ferðaviðvaranir. Fyrir eyland eins og Ísland, sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu, þá er mikilvægt að verða ekki undir í þeirri samkeppni. Tíðar brottfarir frá sem flestum borgum skipta höfuðmáli fyrir greinina.

Það hefur nefnilega endurtekið sýnt sig að straumurinn hingað eykst þegar fleirum stendur til boða Íslandsflug úr heimabyggð ef svo má segja. Þetta á sérstaklega við yfir vetrarmánuðina. Spennandi áfangastaður verður fyrst vinsæll þegar fólk kemst þangað á hagkvæman hátt.

En því miður eru vísbendingar um að staða Keflavíkurflugvallar á markaðnum hafi versnað síðustu misseri:

Í fyrsta lagi þá hafa hvorki stjórnendur Icelandair né erlendra flugfélaga séð tækifæri í að fylla það skarð sem WOW air skyldi eftir sig nema að litlu leyti. Af þeim þrjátíu og fjórum flugleiðum sem WOW air hélt úti sumarð 2018 þá hafði umferðin dregist saman á nítján og tólf þeirra voru ekki lengur í boði. Sú viðspyrna sem flugvellirnir í Barcelona, Berlín og Kaupmannahöfn náðu nokkrum mánuðum eftir gjaldþrot stórra flugfélaga hjá sér hefur ekki gengið eftir á Keflavíkurflugvelli. Megin skýringin liggur í þeirri staðreynd að stærsti hluti farþega WOW voru tengifarþegar en ekki ferðamenn á leið til Íslands. Þess háttar útgerð er ekki valkostur fyrir erlend flugfélög.

Í öðru lagi þá gerir lega landsins og fámenni þjóðarinnar það að verkum að Íslandsflug er krefjandi útgerð fyrir flugfélög á meginlandi Evrópu. „Flugtíminn til Íslands frá Frankfurt er nokkuð langur og þar með þarf að taka frá þotu í lengri tíma til að sinna ferðunum,“ sagði einn af stjórnendum Lufthansa í viðtali Túrista í fyrra. Því til viðbótar verða erlendu flugfélögin að treysta nær alfarið á traffíkina frá eigin heimamörkuðum því fáir íslenskir farþegar nýta sér ferðirnar. Vonskuveður eins og nú í vetur flækir málin ennþá frekar.

Í þriðja lagi þá mun það reynast Icelandair erfitt að halda úti ferðum til eins margra áfangastaða og gert er í dag ef farþegunum fækkar í takt við spár um minni ferðalög á heimsvísu. Á sama tíma yrði Icelandair að draga út tíðni á þá áfangastaði sem eftir eru. Til viðbótar þá á ennþá eftir að koma Boeing MAX þotunum í loftið og sannfæra farþega um öryggi þeirra. Ef ekki tekst fljótt að endurreisa traust almennings á þessum þotum þá gæti það komið illa niður á ferðaþjónustunni enda er gert ráð fyrir að Boeing MAX flugvélar verði uppistaðan í flugflota Icelandair innan skamms.

Í fjórða lagi þá eru merki um að erlend félög geri nú þegar ráð fyrir færri ferðum til Keflavíkurflugvallar næsta vetur. Sá niðurskurður var reyndar byrjaður áður en kórónaveiran setti allt á annan endann.

Í fimmta lagi þá hafa stóraukin umsvif íslenskra flugfélaga hefur verið helsti drifkrafturinn að baki farþegaaukningunni á Keflavíkurflugvelli. Það sést best á því að fáir evrópskir millilandaflugvellir treysta eins mikið á innlend flugfélög eins og Keflavíkurflugvöllur gerir.

Síðast en ekki síst þá gæti krafa ríkisins um að Isavia hámarki afkomu sína komið niður á Keflavíkurflugvelli nú þegar endurskoða þarf verðskrár og afslætti. Samkvæmt verðdæmi úr Drögum að grænbók um flugstefnu, sem Samgönguráðuneytið gaf út í fyrra, þá kostar 41 prósenti meira að lenda farþegaflugvél á Keflavíkurflugvelli en í Dublin. Þess ber þó að geta að í þessari úttekt stjórnvalda er einnig birtur verðsamanburður sem erlendir ráðgjafar gerðu fyrir Isavia og niðurstaðan er að gjaldtaka Keflavíkurflugvallar af flugrekstri er álíka og á samkeppnisflugvöllum.

Góðu fréttirnir eru hins vegar þær að Isavia stendur vel fjárhagslega. Lausafjárstaðan hefur aldrei verið sterkari og þrátt fyrir brotthvarf WOW í fyrra þá skilaði félagið hagnaði upp á 1,2 milljarð króna. Ef Isavia vinnur svo dómsmál gegn ríkinu og fær bætur sem nema vangreiddum flugvallargjöldum WOW air upp á tvo milljarða króna þá styrkist staðan ennþá frekar.

Hvað sem því dómsmáli líður þá fá stjórnendur Keflavíkurflugvallar vonandi næði til að einblína á að efla Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð. Bæði til að styðja við Íslandsflug erlendra félaga og auðvelda tengiflug þeirra íslensku.

Sá fókus gæti komið niður á afkomunni og seinkað áformum um stækkanir. En þá gefst ráðamönnum alla vega færi á að velta fyrir sér hvort Keflavíkurflugvöllur eigi áfram að vera eini alþjóðaflugvöllurinn á vesturlöndum sem gerir farþegum ekki kleift að tengja saman alþjóða- og innanlandsflug.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …