Samfélagsmiðlar

Leita til hluthafa en ekki ríkisins

Icelandair Group stefnir á hlutafjárútboð samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun. Þar segir þó ekkert um tímasetningar eða umfang. Stjórnendur þess segjast bara vera í „góðu sambandi við stjórnvöld."

Þær standa nú tómar þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli enda nánast enginn á ferðinni í dag.

Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur lamað flugsamgöngur út um allan heim og flugáætlun Icelandair hefur dregist saman um meira en níutíu prósent. Tekjurnar eru því sáralitlar og þó ríkið hafi tekið yfir stóran hluta af launagreiðslum þá má gera ráð fyrir að félagið tapi á bilinu 100 til 200 milljónum króna á hverjum degi þessar vikurnar. Og í dag er mjög óljóst hvenær flugsamgöngur hefjist með almennum hætti á ný.

Það hefur því legið fyrir að Icelandair, eins og mörg önnur flugfélög, þyrfti á auknu fjármagni að halda. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í þarsíðustu viku sagði að unnið væri með þremur bönkum og stjórnvöldum að því að styrkja fjárhagsstöðuna. Nú í morgun kom svo ný tilkynning þar sem segir að Icelandair samsteypan vinni að því að styrkja bæði lausafjár- og eiginfjárstöðuna og ætlunin að hefja hlutafjárútboð á næstunni.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hversu stórt hið mögulega hlutafjárútboð verður en samkvæmt svari frá Icelandair þá liggur hvorki tímarammi né stærð útboðsins fyrir á þessu stigi.

Þar með er áfram óljóst hversu mikið núverandi hlutafé minnkar. Í því samhengi má rifja upp að nú er rúmt ár liðið frá síðustu hlutafjáraukningu í Icelandair en þá keypti bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management alla viðbótina, um 11,5 prósent hlut, fyrir 5,6 milljarða króna.

Í tilkynningunni sem send var út í morgun segir að í þessu ferli sem nú er í gangi sé Icelandair í góðu sambandi við stjórnvöld. Af því orðalagi að dæma þá er ennþá ekki unnið að því að hið opinbera styrki félagið fjárhagslega en sú leið hefur verið farin í mörgum löndum eftir að kórónuveirukrísan braust út.

Í vikunni gerðu þannig nokkur af stærstu flugfélög Bandaríkjanna samkomulag við hið opinbera um fjárhagsaðstoð sem felur meðal annars í sér að bandaríska ríkið fær allt að þriggja prósent hlut í félögunum sem veð fyrir lánum. Ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna ætla að styðja við flugrekstur í sínum löndum með lánaábyrgðum og easyJet, stærsta lággjaldafugfélag Bretlands, hefur fengið vilyrði fyrir lánum frá breskum stjórnvöldum.

Á sama tíma eru viðræður í gangi um aðkoma þýskra stjórnvalda að Lufthansa samsteypunnar og Frakkar og Hollendingar ætla að styðja við AirFrance og KLM. Finnska ríkið ætlar að ábyrgjast lán upp á um 95 milljarða til Finnair en finnska ríkið fer reyndar með 56 prósent hlut í félaginu. Hið opinbera á einnig stóra hluti í SAS, AirFrance og KLM.

– Fréttin var uppfærð eftir að svar barst frá Icelandair um tímasetningu og stærð útboðsins. 


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …