Samfélagsmiðlar

Opna Ferðalandið

Ný sölusíða fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja ná til íbúa hér á landi hefur verið opnuð. Þar greiða seljendur enga þóknun og vonast aðstandendur verkefnisins til þess þar með megi bjóða þeim lægra verð sem ætla að ferðast innanlands.

Einar Þór Gústafsson, forstjóri Getlocal sem einnig stendur að baki Ferðalandinu.

„Tilgangurinn er að hvetja Íslendinga og aðra sem eru búsettir á Íslandi að ferðast innanlands í sumar og nýta sér þá fjölbreyttu og áhugaverðu ferðaþjónustu sem er í boði um land allt á góðum kjörum. Við teljum að flestir Íslendingar átti sig hreinlega ekki á því hvað sé í boði og viljum við því safna saman upplifunum á miðlægan stað og gera fólki kleift að ganga frá bókun og greiðslu beint til birgja. Vonandi tekst okkur með þessu að láta hjólin halda áfram að snúast,“ segir Einar Gústafsson, forstjóri og einn stofnenda Getlocal, sem stendur að Ferðalandinu Ísland, nýjum ferðaþjónustuvef.

Aðspurður um hvað fyrirtæki þurfi að gera til að vera með í þá segir Einar mikilvægt allar upplýsingar séu á íslensku. „Ætlunin er að hafa uppsetningu eins einfalda og hægt er. Flest fyrirtæki í ferðum og afþreyingu eru nú þegar að nota Bókun og ættu því að vera með allt sem til þarf. Við erum hisnvegar enn að skoða lausnir fyrir gististaði. Við höfum það að leiðarljósi að upplýsingar um þjónustuna sé á íslensku og í sumum tilfellum aðlagaðar að íslenskum markaði,“ svarar Einar.

Hann hvetur einnig fyrirtæki til að bjóða eins lágt verð og mögulegt er, sérstaklega í ljósi þess að þau þurfa ekki að greiða söluþóknun né annan kostnað fyrir að vera með í Ferðalandinu. „Með því mætti jafnvel lækka verðið um 20 prósent eða meira enda er skemmtilegra að geta boðið sem flestum að nýta sér þessa þjónustu. Margir hafa minna á milli handanna núna en eru að huga að ferðalagi um Ísland og því getur verðið skipt máli.“

Greiðslur fyrir það sem bókað er á Ferðalandinu fara beint í gegnum greiðslugátt fyrirtækjanna sjálfra og milliliðum sem jafnvel halda eftir greiðslum er því sleppt. Einnig standa vonir til að fólk geti greitt með ferðaávísuninni sem stjórnvöld ætla að senda öllum landsmönnum 18 ára og eldri. Einar ítrekar þó á að útfærslan á ferðaávísuninni sé ennþá í vinnslu og endanleg leið liggi ekki fyrir.

Ferðalandið byggir á tæknilausn Getlocal sem gerir fyrirtækinu kleift að standa að þessu verkefni án þess að fara fram á nokkra þóknun. Ástæðan er sú að vefsölukerfi Getlocal fyrir ferðaþjónustufyrirtæki nýtir beintengingu við Bókun og önnur sambærileg kerfi.

„Uppsetning á nýjum vef tekur mjög skamma stund fyrir okkur og það er nánast enginn beinn kostnaður af þessum vef þar sem birgjar stjórna vörum og vörulýsingum sjálfir. Því rekur þetta sig að miklu leyti sjálft. Von okkar er sú að geta hjálpað ferðaþjónustufyrirtækjum að komast í gegnum þennan öldudal með því að ná til íslenskra ferðamanna. Vonandi getum við einnig hjálpað fyrirtækjunum að undirbúa sig fyrir það að markaðir opnist aftur með því að setja upp öflug vefsvæði með litlum tilkostnaði byggðum á okkar tækni og þekkingu,“ segir Einar að lokum.

Hér geta ferðaþjónustufyrirtæki skráð þátttöku í Ferðalandinu.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …