Samfélagsmiðlar

Skiptifarþegar hafa knúið Íslandsflugið áfram

Stór hluti þeirra farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll millilendir þar aðeins á leið sinni yfir Norður-Atlantshafið. Annað vinsælt eyríki meðal ferðamanna byggir sína flugumferð upp á annan hátt.

Af þeim 7,2 milljónum farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra þá voru um tvær milljónir svokallaðir skiptifarþegar, fólk sem millilendir hér á landi á leið sinni milli Norður-Ameríku og Evrópu. Vægi þessa hóps var ennþá hærra þegar sókn WOW air stóð sem hæst en eftir gjaldþrot félagsins í mars í fyrra dróst það saman. Það hafði einnig mikil áhrif að Icelandair setti aukinn fókus á ferðamenn á leið til landsins eftir fall keppinautarins.

Þrátt fyrir lægra hlutfall skiptifarþega þá hefur þessi hópur verið helsta ástæðan fyrir að Icelandair hefur haldið úti tíðum ferðum til eins margra áfangastaða og raun ber vitni þrátt fyrir smæð heimamarkaðarins. Mikilvægi skiptifarþega hefur því endurtekið verið til umræðu hér á Túrista í gegnum tíðina, til að mynda í tengslum við ofmat Seðlabankans á hylli Íslandsflugs og líka þegar fjallað var um nýja stöðu Keflavíkurflugvallar í byrjun þessa mánaðar.

Það hefur nefnilega sýnt sig að erlend flugfélög taka sjaldnast við keflinu þegar íslensk flugfélög fella niður flugleiðir til Íslands. Þannig var það skarð sem WOW air skyldi eftir sig ekki fyllt nema af litlu leyti og enginn hefur tekið upp þráðinn í þeim borgum sem Icelandair hefur hætt flugi til síðustu ár. Líklegasta skýringin á því er sú að markaðurinn fyrir reglulegar ferðir hingað er takmarkaður, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

Almenningur hér á landi og ferðaþjónustan hafa notið góðs af sókn Icelandair og síðar WOW air inn á markaðinn fyrir ferðalög milli Evrópu og Norður-Ameríku. Til marks um það þá hefur úrvalið af flugi héðan til Bandaríkjanna verið mun meira en er frá hinum Norðurlöndunum. Það skýrir hátt hlutfall bandarískra ferðamanna hér á landi. Á sama hátt eru flugsamgöngurnar frá Finnlandi til Asíu mun tíðari en dæmi eru um í nágrannalöndunum.

Finnair hefur líka lengi gert út á flug til Austurlanda fjær frá Helsinki og var sú stefna meðal annars mörkuð af finnskum stjórnvöldum sem eiga ríflega helming í finnska flugfélaginu. Og segja má að þessa dagana þurfi íslenskir ráðamenn að gera upp við sig hvort þeir sjái hag í að styðja við viðskiptamódel Icelandair. Ekki bara til að tryggja Íslendingum og íslensku atvinnulífi fjölbreyttar tengingar til útlanda heldur ekki síst til að tryggja að margir útlendingar eigi færi á beinu og reglulegu flugi hingað frá heimalandinu.

Hin leiðin er að vinna að því að áætlunarflug til og frá Íslandi geti staðið undir sér án tengifarþega. Það er ekki einföld leið og um leið sérstaklega áhættusöm í miðjum heimsfaraldri. En Malta er nærtækt dæmi um þess háttar áfangastað. Þar millilenda sárafáir en engu að síður fóru 7,3 milljónir farþega um flugvöllinn í fyrra eða álíka margir og áttu leið um Leifsstöð. Aftur á móti heimsóttu um 2,7 milljónir ferðamanna Möltu í fyrra eða sjö hundrað þúsund fleiri en komu hingað til lands.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …