Svíar beðnir um að halda sig innan­lands fram á sumar

Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur framlengt ferðaviðvörun sína fram til 15. júní.

Frá Stokkhólmi. Mynd: Henrik Trygg / Visit Stockholm

Það var um miðjan mars sem Svíar, Íslend­ingar og fjöldi annarra ríkja gáfu út þau tilmæli að íbúar land­anna ferð­uðust ekki til útlanda að óþörfu fyrr en eftir páska. Á sama tíma voru þeir þegnar sem staddir voru í útlöndum beðnir um að snúa heim.

Rétt í þessu fram­lengdi sænska utan­rík­is­ráðu­neytið svo gild­is­tíma þessara tilmæla um tvo mánuði eða til 15. júní. Haft er eftir Ann Linde, utan­rík­is­ráð­herra Svíþjóðar, í frétt Svenska dagbladet að nú sé ekki rétti tíminn til að ferðast, hvorki innan­lands né utan.

Nú er að sjá hvort stjórn­völd hér á landi fram­lengi einnig núgild­andi ferða­við­vörun. Ljóst er að það gæti orðið til þess að auka enn frekar hina miklu pressu sem ferða­geirinn er undir dagana um endur­greiðslur á ferðum sem fella hefur þurft niður vegna lokaðra landa­mæra eða ferða­við­var­anna stjórn­valda.