Samfélagsmiðlar

Tóku yfir flugið milli Spánar og Íslands

Eftir fall WOW air varð Norwegian mjög umsvifamikið í flugi héðan til spænskra áfangastaða. Nú er framtíð félagsins aftur á móti mjög óviss og reyndar liggur ekki heldur fyrir hvenær Íslendingar geta á ný flogið suður á bóginn. En þegar sá dagur kemur á ný þá verða vafalítið einhverjir til í að veðja á að Íslendingar vilji streyma á ný til Spánar.

Frá sundlaugabakka á Tenerife.

Fjöldi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum, sérstaklega á Tenerife, jókst hratt þegar WOW air hóf áætlunarflug þangað árið 2015. Áður takmörkuðust samgöngurnar héðan til eyjanna nefnilega við leiguflug ferðaskrifstofa. Með tilkomu WOW air fengu farþegar möguleika á fleiri ódýrari flugmiðumtil eyjanna og Tenerife sló í gegn.

Þegar mest lét flugu þotur WOW air allt að þrjár ferðir í viku til Tenerife og til viðbótar flugu þotur félagsins til Alicante, Las Palmas og Barcelona. Gjaldþrot flugfélagsins skyldi því eftir sig stórt skarð á markaðnum og það ætlaði forsvarsfólk Icelandair að fylla.

Hálfum mánuði eftir fall keppinautarins sendi félagið nefnilega frá sér tilkynningu þar sem aukið framboð á flug til Suður-Evrópu er boðað og ennfremur stóð til að bæta við flota Icelandair flugvélum sem einungis væru útbúnar almennu farrými. „Þessar vélar henta betur í flug til áfangastaða sem eru ekki hluti af kjarnaleiðarkerfi Icelandair, t.d. Alicante og Tenerife, og skapa því tækifæri til frekari vaxtar.“

Þegar þarna var komið við sögu þá höfðu Boeing MAX þotur Icelandair verið kyrrsettar í nærri mánuð og þá gerðu áætlanir flugvélaframleiðandans að þær færu á loftið á ný fyrir sumarvertíðina 2019. Ennþá eru þær á jörðu niðri og stjórnendur Icelandair hafa ekki minnst aftur á þessi áform sín um tíðari ferðir á suðrænar slóðir.

Starfsbræður þeirra hjá Norwegian biðu þó ekki boðanna. Þeir voru komnir með reynslu af því að fljúga til Íslands frá Alicante, Barcelona og Madríd og tóku svo í raun yfir markaðinn til Tenerife og Kanarí síðastliðið haust. Og þeir létu ekki duga að fylla skarð WOW heldur bættu við ennþá fleiri sætum. Í framhaldinu töluðu forsvarsmenn íslensku ferðaskrifstofanna um offramboð og fargjöld Norwegian í vetur báru þess oft merki að það væri einmitt raunin.

Það vakti líka athygli að þegar Norwegian hóf sölu á flugferðum næsta veturs til Tenerife og Las Palmas nú í ársbyrjun þá voru þar ekki neinar brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Og nú þegar kórónakrísan er í algleymingi og framtíð Norwegian er í höndum lánadrottna félagsins þá er ekki við því að búast að á því verði breyting í bráð.

Hvert framhaldið verður næsta vetur er því mjög óljóst. Ekki bara hvað varðar framboð á flugi til Spánar heldur líka eftirspurn Íslendinga eftir ferðum þangað. En í ljósi þess að Spánn hefur lengi laðað til sín íslenska ferðamenn þá má nú búast við að þegar okkur verður óhætt að ferðast á ný að þá setji þoturnar á Keflavíkurflugvelli líka stefnuna á Spán. Og þá verða jafnvel margar þeirra merktar Norwegian enda er félagið ennþá með til sölu flugferðir héðan í sumar til Barcelona og Alicante.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …