Samfélagsmiðlar

Tóku yfir flugið milli Spánar og Íslands

Eftir fall WOW air varð Norwegian mjög umsvifamikið í flugi héðan til spænskra áfangastaða. Nú er framtíð félagsins aftur á móti mjög óviss og reyndar liggur ekki heldur fyrir hvenær Íslendingar geta á ný flogið suður á bóginn. En þegar sá dagur kemur á ný þá verða vafalítið einhverjir til í að veðja á að Íslendingar vilji streyma á ný til Spánar.

Frá sundlaugabakka á Tenerife.

Fjöldi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum, sérstaklega á Tenerife, jókst hratt þegar WOW air hóf áætlunarflug þangað árið 2015. Áður takmörkuðust samgöngurnar héðan til eyjanna nefnilega við leiguflug ferðaskrifstofa. Með tilkomu WOW air fengu farþegar möguleika á fleiri ódýrari flugmiðumtil eyjanna og Tenerife sló í gegn.

Þegar mest lét flugu þotur WOW air allt að þrjár ferðir í viku til Tenerife og til viðbótar flugu þotur félagsins til Alicante, Las Palmas og Barcelona. Gjaldþrot flugfélagsins skyldi því eftir sig stórt skarð á markaðnum og það ætlaði forsvarsfólk Icelandair að fylla.

Hálfum mánuði eftir fall keppinautarins sendi félagið nefnilega frá sér tilkynningu þar sem aukið framboð á flug til Suður-Evrópu er boðað og ennfremur stóð til að bæta við flota Icelandair flugvélum sem einungis væru útbúnar almennu farrými. „Þessar vélar henta betur í flug til áfangastaða sem eru ekki hluti af kjarnaleiðarkerfi Icelandair, t.d. Alicante og Tenerife, og skapa því tækifæri til frekari vaxtar.“

Þegar þarna var komið við sögu þá höfðu Boeing MAX þotur Icelandair verið kyrrsettar í nærri mánuð og þá gerðu áætlanir flugvélaframleiðandans að þær færu á loftið á ný fyrir sumarvertíðina 2019. Ennþá eru þær á jörðu niðri og stjórnendur Icelandair hafa ekki minnst aftur á þessi áform sín um tíðari ferðir á suðrænar slóðir.

Starfsbræður þeirra hjá Norwegian biðu þó ekki boðanna. Þeir voru komnir með reynslu af því að fljúga til Íslands frá Alicante, Barcelona og Madríd og tóku svo í raun yfir markaðinn til Tenerife og Kanarí síðastliðið haust. Og þeir létu ekki duga að fylla skarð WOW heldur bættu við ennþá fleiri sætum. Í framhaldinu töluðu forsvarsmenn íslensku ferðaskrifstofanna um offramboð og fargjöld Norwegian í vetur báru þess oft merki að það væri einmitt raunin.

Það vakti líka athygli að þegar Norwegian hóf sölu á flugferðum næsta veturs til Tenerife og Las Palmas nú í ársbyrjun þá voru þar ekki neinar brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Og nú þegar kórónakrísan er í algleymingi og framtíð Norwegian er í höndum lánadrottna félagsins þá er ekki við því að búast að á því verði breyting í bráð.

Hvert framhaldið verður næsta vetur er því mjög óljóst. Ekki bara hvað varðar framboð á flugi til Spánar heldur líka eftirspurn Íslendinga eftir ferðum þangað. En í ljósi þess að Spánn hefur lengi laðað til sín íslenska ferðamenn þá má nú búast við að þegar okkur verður óhætt að ferðast á ný að þá setji þoturnar á Keflavíkurflugvelli líka stefnuna á Spán. Og þá verða jafnvel margar þeirra merktar Norwegian enda er félagið ennþá með til sölu flugferðir héðan í sumar til Barcelona og Alicante.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …