Samfélagsmiðlar

Tóku yfir flugið milli Spánar og Íslands

Eftir fall WOW air varð Norwegian mjög umsvifamikið í flugi héðan til spænskra áfangastaða. Nú er framtíð félagsins aftur á móti mjög óviss og reyndar liggur ekki heldur fyrir hvenær Íslendingar geta á ný flogið suður á bóginn. En þegar sá dagur kemur á ný þá verða vafalítið einhverjir til í að veðja á að Íslendingar vilji streyma á ný til Spánar.

Frá sundlaugabakka á Tenerife.

Fjöldi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum, sérstaklega á Tenerife, jókst hratt þegar WOW air hóf áætlunarflug þangað árið 2015. Áður takmörkuðust samgöngurnar héðan til eyjanna nefnilega við leiguflug ferðaskrifstofa. Með tilkomu WOW air fengu farþegar möguleika á fleiri ódýrari flugmiðumtil eyjanna og Tenerife sló í gegn.

Þegar mest lét flugu þotur WOW air allt að þrjár ferðir í viku til Tenerife og til viðbótar flugu þotur félagsins til Alicante, Las Palmas og Barcelona. Gjaldþrot flugfélagsins skyldi því eftir sig stórt skarð á markaðnum og það ætlaði forsvarsfólk Icelandair að fylla.

Hálfum mánuði eftir fall keppinautarins sendi félagið nefnilega frá sér tilkynningu þar sem aukið framboð á flug til Suður-Evrópu er boðað og ennfremur stóð til að bæta við flota Icelandair flugvélum sem einungis væru útbúnar almennu farrými. „Þessar vélar henta betur í flug til áfangastaða sem eru ekki hluti af kjarnaleiðarkerfi Icelandair, t.d. Alicante og Tenerife, og skapa því tækifæri til frekari vaxtar.“

Þegar þarna var komið við sögu þá höfðu Boeing MAX þotur Icelandair verið kyrrsettar í nærri mánuð og þá gerðu áætlanir flugvélaframleiðandans að þær færu á loftið á ný fyrir sumarvertíðina 2019. Ennþá eru þær á jörðu niðri og stjórnendur Icelandair hafa ekki minnst aftur á þessi áform sín um tíðari ferðir á suðrænar slóðir.

Starfsbræður þeirra hjá Norwegian biðu þó ekki boðanna. Þeir voru komnir með reynslu af því að fljúga til Íslands frá Alicante, Barcelona og Madríd og tóku svo í raun yfir markaðinn til Tenerife og Kanarí síðastliðið haust. Og þeir létu ekki duga að fylla skarð WOW heldur bættu við ennþá fleiri sætum. Í framhaldinu töluðu forsvarsmenn íslensku ferðaskrifstofanna um offramboð og fargjöld Norwegian í vetur báru þess oft merki að það væri einmitt raunin.

Það vakti líka athygli að þegar Norwegian hóf sölu á flugferðum næsta veturs til Tenerife og Las Palmas nú í ársbyrjun þá voru þar ekki neinar brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Og nú þegar kórónakrísan er í algleymingi og framtíð Norwegian er í höndum lánadrottna félagsins þá er ekki við því að búast að á því verði breyting í bráð.

Hvert framhaldið verður næsta vetur er því mjög óljóst. Ekki bara hvað varðar framboð á flugi til Spánar heldur líka eftirspurn Íslendinga eftir ferðum þangað. En í ljósi þess að Spánn hefur lengi laðað til sín íslenska ferðamenn þá má nú búast við að þegar okkur verður óhætt að ferðast á ný að þá setji þoturnar á Keflavíkurflugvelli líka stefnuna á Spán. Og þá verða jafnvel margar þeirra merktar Norwegian enda er félagið ennþá með til sölu flugferðir héðan í sumar til Barcelona og Alicante.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …