Samfélagsmiðlar

Útspil ríkisstjórnarinnar var bráðnauðsynlegt

Í byrjun vikunnar hvatti Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, stjórnvöld til að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með mun afgerandi hætti en boðað hafði verið. Ríkisstjórnin kynnti svo nýjan aðgerðapakka á miðvikudaginn. Kristrún segir innihald hans vera gott dæmi um beinan fjárstuðning sem margborgi sig og nú sé sjá hvort ríkið ætli að auka stuðninginn enn frekar.

„Það er enginn að tala um ferðaþjónustu í óbreyttri mynd eftir þetta ástand því það er ekki séns að veikburða fyrirtæki standi þetta af sér," segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka.

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirukrísunnar í síðustu viku var gagnrýndur harðlega af forsvarsfólki ferðaþjónustufyrirtækja sem taldi of lítið gert til aðstoðar við greinina. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, tók undir gagnrýnina, bæði á Sprengisandi og í Kastljósi, og færði rök fyrir því að fjárstyrkir til ferðaþjónustufyrirtækja, í stað lánveitinga, myndu bjarga mörgum frá gjaldþroti nú í lok mánaðar.

Á miðvikudag kynntu ráðamenn svo nýjar aðgerðir sem létta undir með fyrirtækjum sem þurfa að segja upp starfsfólki við núverandi aðstæður. Aðspurð hvort hún telji þetta útspil ríkisstjórnarinnar nægja þá segir Kristrún að hún telji þetta mjög gott dæmi um hvernig beinn fjárstuðningur, á tímum sem þessum, nettast að miklu leyti út hjá ríkinu og margborgar sig þess vegna.

„Mörg fyrirtæki stefndu í vikunni í þrot við það eitt að segja upp starfsfólki þar sem þau höfðu ekki svigrúm til að greiða uppsagnarfrest. Þegar félag fer í þrot og getur ekki greitt slíkan frest fellur það á Ábyrgðasjóð launa og þar með ríkissjóð. Á móti fær sjóðurinn kröfu á félagið, en það er ólíklegt að mikið hefði fengist út úr þeim kröfum. Þetta var þess vegna bráðnauðsynlegt útspil,“ segir Kristrún.

Hún bætir við að nú sé að bíða og sjá hvort ríkið sjái sér hag í því að veita frekari styrki til að styðja við fastan kostnað fyrirtækja sem verða fyrir miklu tekjutapi. Vilji stjórnvalda til þess mun koma í ljós á næstu vikum.

„Slíkir styrkir jafngilda ekki töpuðum pening fyrir ríkið, þvert á móti eins og útspilið í fyrradag sýndi. Þetta fjármagn hringsólar í kerfinu, gerir fyrirtækjum kleift að sinna greiðslum svo sem leigu, fasteignagjöldum til sveitarfélaga og öðrum föstum kostnaði. Stór hluti af þessu fjármagni skattleggur ríkið aftur til sín með einum eða öðrum hætti og á móti smitar vandi fyrirtækja ekki út frá sér um of. Vangoldnar greiðslur í óþarflega miklum mæli geta undið upp á sig enda margir í viðskiptum við þau félög sem eru að verða fyrir miklu tekjutapi í dag. Vissulega er ekki hægt að halda fyrirtækjum á floti að eilífu en spurningin er hvort það sé þess virði að kaupa sér smá tíma.“

Kristrún ítrekar það sem hún hefur áður sagt að svona styrkir eru engin töfralausn. Það verði gjaldþrot í greininni og fyrirtæki þurfi að fara í endurskipulagningu. „Þau sem voru veik fyrir munu eiga erfitt með að halda sér á floti þó svo uppsagnafrestur sé greiddur fyrir þau og eins hluti af föstum kostnaði. En peningunum sem veitt yrði til þeirra myndu ekki tapast. Þeir færu í greiðslu á gjöldum, reikningum og yrðu að hluta til eftir í þrotabúinu. Allt þetta heldur eftirspurn í hagkerfinu gangandi og dregur þar af leiðandi úr tekjutapi ríkisins,“ segir Kristrún.

Hún telur að áhyggjur fólks eiga frekar snúast að því hvort sterku félögin veikist og hvernig eigi að styrkja þau og gera þeim kleift að taka þátt í viðspyrnunni þegar að því kemur.

„Í venjulegri hagsveiflu gerast hlutirnir hægar og þá er meiri tími til að skilja fyrirtæki að. Í núverandi aðstæðum geta mjög heilbrigð félög lent í verulegum vandræðum á skömmum tíma og hættan er að þau fari í þrot á meðan reynt er að skilja sterku félögin frá þeim veiku við veitingu fjármagns,“ bendir Kristrún á.

Samkvæmt nýrri úttekt KPMG og Ferðamálastofu þá var árið 2016 líklega besta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu en síðan þá hefur skuldsetning aukist verulega en tekjurnar vaxið minna. Er rétt að mati Kristrúnar að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með frekari aðgerðum þrátt fyrir versnandi stöðu greinarinnar síðustu þrjú ár? „Það er enginn að tala um ferðaþjónustu í óbreyttri mynd eftir þetta ástand því það er ekki séns að veikburða fyrirtæki standi þetta af sér,“ segir Kristrún að lokum.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …