Samfélagsmiðlar

Ætla ekki að hætta flugi yfir Norður-Atlantshafið

Icelandair losnar ekki við samkeppnina frá Norwegian þegar kemur að farþegum á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku.

norwegian 3

Forstjóri og fjármálastjóri Norwegian mættu sigurreifir til fundar við blaðamenn í höfuðstöðvum flugfélagsins vestur af Ósló nú í morgun. Samningaviðræður við kröfuhafa, flugvélaeigendur og hluthafa skiluðu nefnilega tilætluðum árangri. Tveir fyrrnefndu hóparnir féllust á að breyta skuldum upp á 11 milljarða norskra króna (155 milljarða kr.) í hlutafé og þar með halda núverandi hluthafar aðeins eftir 5,2 prósentum í félaginu. Þeir fá aftur á móti að kaupa alla vega tíund af því nýja hlutafé sem boðið verður í komandi útboði en stefnt er að því að birta sölugengið síðar í dag.

Norwegian er því ekki eins skuldsett í dag og það var í gær en félagið hefur átt við verulegan vanda að etja í langan tíma enda hafa menn telft djart. Félagið var til að mynda fyrsta evrópska lággjaldaflugfélagið sem hóf áætlunarflug til Norður-Ameríku og setti þar með mikla pressu á Icelandair eins og áður hefur verið rakið.

Og þó þessi útgerð hafi reynst félaginu erfið þá er ekki ætlunin að hætta henni. Það kom skýrt fram í máli Jacob Schram, forstjóra félagsins, á blaðamannafundinum í dag. Schram sagði fluginu yfir Norður-Atlantshafið yrði haldið áfram og það væri ennþá stefna félagsins að vera í fararbroddi á þeim markaði.

Engu að síður myndi framboðið óhjákvæmilega dragast saman um fjörutíu prósent þar sem fluginu yrði aðeins haldið áfram frá þeim flugvöllum þar sem leiðakerfið væri arðbærast. Forstjórinn fór þó ekki nánar út í hvaða flugvellir eða lönd það væru en áður hafði hann fullyrt að Norwegian myndi fyrst og fremst gera út á norræna markaðinn hér eftir og taldi upp öll Norðurlöndin nema Ísland.

Norwegian hefur verið það flugfélag sem flutt hefur flesta farþega milli Spánar og Íslands en stjórnendur Norwegian vilja ekkert segja til um hvort og þá hvenær félagið tekur upp þráðinn á Spáni og í Bretlandi. Í báðu þessum löndum er flugfélagið með flugrekstur og það sama á við París og Róm.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …