Bíða fram á haustið með flug til Íslands

Þotur Finnair munu ekki taka stefnuna á Keflavíkurflugvöll nú í sumar. Félagið er umsvifamikið í Asíuflugi.

finnair a
Mynd: Finnair

Þegar finnska flug­fé­lagið Finnair hóf að fljúga til Íslands vorið 2017 þá stóð aðeins til að halda ferð­unum úti yfir sumar­mán­uðina. Eftir­spurnin reyndist hins vegar það mikil að félagið hefur flogið hingað allt árið um kring.

Finnair er mjög stór­tækt í flugi til Asíu og flytur því hingað marga ferða­menn frá áfanga­stöðum sínum í aust­ur­löndum fjær.

Nú er Finnair að fjölga ferðum sínum á ný eftir að hafa legið nær í dvala síðustu vikur vegna heimafar­ald­ursins sem útbreiðsla Covid-19 hefur valdið. Þotur félagsins hafa því tekið stefnuna á Asíu á ný en aftur á móti verður bið eftir Finnair til Íslands.

„Við munum byrja að fljúga til Kefla­vík­ur­flug­vallar á ný í sept­ember og þá fimm sinnum í viku. Ferð­unum fjölgar um eina í október og frá nóvember og fram í mars á næsta ári verða ferð­irnar sjö í viku,” segir Päivyt Tallqvist, tals­maður Finnair, við Túrista.

Auk Finnair þá hefur Icelandair um langt árabil flogið reglu­lega milli Kefla­vík­ur­flug­vallar og Vantaa í útjaðri Hels­inki.