Biðja hlut­hafa um 2,3 millj­arða kr. fyrir samein­inguna við Kynn­is­ferðir

Fjárfestingasjóðurinn Eldey hefur síðustu ára keypt hluti í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sérhæfa sig í ýmis konar afþreyingu. Nú er unnið að samruna sjóðsins og Kynnisferða.

Skjámynd af heimasíðu Eldeyjar

Hlut­hafar í fjár­fest­inga­sjóðnum Eldey koma saman síðar í dag og greiða atkvæði um hluta­fjáraukn­ingu upp á 2,3 millj­arða króna. Stærstu hlut­hafar sjóðsins, sem er í vörslu Íslands­sjóða og VÍB, eru lífeyr­is­sjóðir sem fara samtals með um sjötíu prósent hluta­fjár í Eldey. Auk þess á Íslands­banki um tíund og aðrir hlut­hafar fara með fimmtung.

Hluta­fjáraukn­ingin er forsenda fyrir samruna sjóðsins og Kynn­is­ferða, stærsta hópbif­reiða­fyr­ir­tækis landsins. Það rekur til að mynda Flugrútuna og bíla­leiguna Enterprise. Eldey á aftur móti misun­andi stóra hluti í Norð­ur­sigl­ingu, Dive.is, Arcanum fjalla­leið­sögu­mönnum, Logakór og Íslenskum heilsu­lindum. Sjóð­urinn átti líka tvo þriðju hluta­fjár í Saga travel sem varð gjald­þrota í lok apríl.

Samkomulag um kaup Kynn­is­ferða á öllu eigna­safni Eldeyjar var undir­ritað í byrjun þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir að hlut­hafar Eldeyjar og meðeig­endur sjóðsins í hluta af fyrir­tækj­unum eignist samtals 51,4 prósent hluta­fjár í sameig­in­legu félagi samkvæmt heim­ildum Túrista. Þó er gerður fyrir­vari um niður­stöður áreið­an­leika­könn­unar og eigna­hlut­föllin gætu því breyst.

Sem fyrr segir þurfa eigendur Eldeyjar fyrst að leggja sjóðnum til 2,3 millj­arða króna. Af þeirri upphæð fara 300 millj­ónir í að greiða upp lán, þókn­anir og rekstr­ar­kostnað svo hægt sé að loka Eldey. Til viðbótar þarf 250 millj­ónir til greiðslu á kostnaði vegna samrunans samkvæmt heim­ildum Túrista.

Stærsti hluti hluta­fjáraukn­ing­ar­innar eða 750 millj­ónir króna nýtist í að halda rekstri sameig­in­legs fyrir­tækis gang­andi næstu sex mánuði þar sem búast megi við að litlum tekjum á því tíma­bili.

Eftir stendur þá millj­arður króna og sú upphæð skiptist jafnt milli tveggja félaga sem Eldey á hlut í. Þannig krefst uppbygging á vegum Logakórs við Sólheima­jökul 500 milljóna króna. Sömu upphæð þarf í komandi hluta­fjáraukn­ingu á vegum Íslenskra heilsu­linda vegna stækk­unar Fontana á Laug­ar­vatni, uppbygg­ingar við Kerl­inga­fjöll og fleiri verk­efni.

Lang­stærsti hlut­hafinn í Eldey er lífeyr­is­sjóð­urinn Birta með um 24 prósent. Hlutur sjóðsins í hluta­fjáraukn­ing­unni í Eldey er því um 550 millj­ónir króna. Til saman­burðar á Birta 7,07 prósent hluta­fjár í Icelandair Group. Sjóð­urinn þarf þá að leggja því félagi til allt að 2,1 milljarð króna ef ætlunin er að halda sama hlut í flug­fé­laginu eftir komandi hluta­fjárútboð.

Í athuga­semd frá Eldey við þessari frétt Túrista segir að hluta­fjáraukn­ingin verði lægri en gert var ráð fyrir í þeim gögnum sem hlut­höfum var send fyrr í þessum mánuði. Frétt Túrista byggði á þessum sömu gögnum en sem fyrr segir þá hafa forsendur nú breyst, m.a. í kjölfar samtala við hlut­hafa eins og það er orðað í athuga­semd.