Bjarnheiður endurkjörin

Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla DMI, var kjörin formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á ný í rafrænum kosningum.

Bjarnheiður Hallsdóttir hefur verið formaður SAF frá árinu 2018. Hún hefur nú verið endurkjörin til 2022. Mynd: Iceland.is og Katla DMI.

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram í gær og að þessu sinni með rafrænum hætti vegna þeirra aðstæðna sem nú eru. Í aðdraganda aðalfundar fór fram kjör á formanni og jafnframt á þremur af sex meðstjórnendum.

Bjarnheiður Hallsdóttir var sjálfkjörin sem formaður samtakanna til næstu tveggja ára en hún tók við af embættinu af Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, árið 2018.

Sex frambjóðendur voru í kjöri til þriggja stjórnarsæta og var niðurstaðan sú að þeir Ívar Ingimarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Óseyri, Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions og Hallgrímur Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Snæland Grímsson, hlutu flest atkvæði.

Varamenn í stjórn SAF verða þau Ólöf Einarsdóttir, eigandi Mountaineers of Iceland, Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth og Ámundi Óskar Johansen, framkvæmdastjóri Veisluþjónustunnar – Rúgbrauðsgerðarinnar.