Samfélagsmiðlar

Bjartsýnn á stöðu ferðaþjónustunnar eftir Covid-19

Nordic Visitor er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að skipulagningu Íslandsferða fyrir útlendinga. Þar vinna starfsmenn nú að því að betrumbæta ýmsa hluta rekstursins. Jafnframt er stefnan að bjóða Íslendingum mjög hagstætt verð í sumar á hóteli ferðaskrifstofunnar við Kirkjubæjarklaustur.

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi, Nordic Visitor.

„Útspil ríkisstjórnarinnar dró úr óvissu ferðaþjónstufyrirtækja og með þessum aðgerðum sjáum við, eins og margir aðrir, að við mun standa af okkur storminn. Þessi aðgerð leysir auðvitað ekki allan vanda og það er ljóst að fjöldi fyrirtækja er í mjög erfiðri stöðu og því miður komast ekki allir í gegnum þetta en það er von,“ segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi Nordic Visitor.

„Þó að Nordic Visitor hafi verið í sterkri stöðu fyrir áfallið þá höfum við þurft að nýta hlutabótaleiðina og farið í verulegar hagræðingaraðgerðir eins og aðrir en við sögðum engum upp fyrir þessi mánaðarmót. Hjá okkur starfar mikið af mjög hæfum einstaklingum með margra ára reynslu. Það væri mjög þungbært að missa þessa starfsfélaga og þess vegna viljum við sjá aðeins lengra inn í framtíðina áður en við förum í afdrifaríkar aðgerðir,“ bætir Ásberg við.

Hann segir að þrátt fyrir að fyrirtækið sé algjörlega tekjulaust þá er næg verkefni að vinna þessa dagana. „Við erum að innleiða nýtt bakendakerfi, þróa ferðir, bæta verkferla, búa til efni fyrir vefinn og aðstoða viðskiptavini við að færa til dagsetningar. Við munum nýta tímann vel og ætlum að vera tilbúin þegar landið opnast á ný.“

Ferðamenn fá viðbótar inneign

Ásberg er nokkuð bjartsýnn á framhaldið til lengri tíma. „Umtalsverður fjöldi okkar viðskiptavina eru í rauninni bara að bíða eftir því að fá grænt ljós á að mega ferðast á ný. Viljinn er augljóslega til staðar og margir halda ennþá í vonina um að geta komið síðar í sumar. Við höfum einnig verið að bjóða öllum okkar viðskiptavinum, sem eiga ferðir bókaðar nú í vor og í sumar, að breyta dagsetningum eða fá inneign hjá okkur. Viðskiptavinurinn fær þá 15 prósent viðbótar inneign og mjög sveigjanlega skilmála á breytingum. Fólk hefur tekið þessu mjög vel og mikill meirihluti lýst yfir áhuga á að koma síðar á árinu eða á því næsta.”

Hvenær landamæri opnast og ferðaviðvaranir verða afturkallaðar liggur ekki fyrir en Ásberg segir ljóst að það muni taka sinni tíma að endurræsa allt kerfið. Hann telur að ímynd Íslands hafi styrkst í heimsfaraldrinum vegna viðbragðanna hér á landi og ferðamenn muni líta til þess þegar þeir velja áfangastað á næstu mánuðum og árum.

„Ég er í dag hóflega bjartsýnn á að geta tekið á móti ferðmönnum síðar í sumar. Umræða er hafin á fullum þunga í Evrópu hvernig eigi að opna fyrir ferðalög. Það mun auðvitað þurfa að sannfæra Íslendinga um að það sé óhætt að taka á móti ferðmönnum. En þá má benda á að ekkert smit hafi verið rakið til erlendra ferðamanna, enginn starfsmaður Isavia smitaðist í vinnunni og ekki heldur starfsmenn í verslunum eða hótelum svo vitað sé. Með réttum upplýsingum, leiðbeiningum og aðgerðaáætlunum þá tel ég að hægt verði að draga verulega út áhættunni á að erlendir ferðmenn beri smit til landsins. Ferðaþjónustufyrirtækin geta vel aðlagað sig að breyttu umhverfi til að vernda starfsmenn og viðskiptavini,” segir Ásberg.

Hótelið hefur verið fullbókað frá fyrsta degi

Eitt af þeim verkefnum sem hann vinnur að í dag er að stækka Magma Hótel sem er staðsett í Landbroti við Kirkjubæjarklaustur. „Við erum örugglega eina hótelið á landsbyggðinni sem er að stækka. Þetta er lítið gæða hótel í einstöku umhverfi sem við opnuðum 2017. Viðtökur frá fyrsta degi hafa verið gríðarlega góðar og í raun svo góðar að hótelið hefur verið svo til fullbókað frá fyrsta degi. Við höfum ekki fengið marga Íslendinga til okkar hingað til og hluti af þeirri ástæðu er að sumarið hefur alltaf verið fullbókað marga mánuði fram í tímann. Nú eigum við nóg af herbergjum laus fyrir Íslendinga hvort sem það er fyrir fjölskyldur, vinahópa eða pör.“

Ásberg segir að nú sé ætlunin að aðlaga sig að íslenska markaðinum og í undirbúningi er markaðsherferð til að kynna hótelið. „Við ætlum okkur að vera með einstaklega hagstætt verð í sumar þannig að sem flestir hafi efni á að gista hjá okkur. Þetta er verð sem ekkert hótel getur rekið sig á til lengri tíma. Við lítum á þetta að hluta til sem markaðssetningu og ekki verra ef við getum náð upp í laun og annan breytilegan kostað. Ég held að það verði líka rosalega gaman að fá Íslendinga í heimsókn og ég er nokkuð viss um að hótelið mun koma mörgum á óvart. Það kemur kannski ekki til af góðu en þetta verður sumarið sem Íslendingar fá tækifæri á því að kynnst öllu því frábæra sem íslensk ferðaþjónusta hefur uppá að bjóða.”

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …