Samfélagsmiðlar

Bjartsýnn á stöðu ferðaþjónustunnar eftir Covid-19

Nordic Visitor er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að skipulagningu Íslandsferða fyrir útlendinga. Þar vinna starfsmenn nú að því að betrumbæta ýmsa hluta rekstursins. Jafnframt er stefnan að bjóða Íslendingum mjög hagstætt verð í sumar á hóteli ferðaskrifstofunnar við Kirkjubæjarklaustur.

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi, Nordic Visitor.

„Útspil ríkisstjórnarinnar dró úr óvissu ferðaþjónstufyrirtækja og með þessum aðgerðum sjáum við, eins og margir aðrir, að við mun standa af okkur storminn. Þessi aðgerð leysir auðvitað ekki allan vanda og það er ljóst að fjöldi fyrirtækja er í mjög erfiðri stöðu og því miður komast ekki allir í gegnum þetta en það er von,“ segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi Nordic Visitor.

„Þó að Nordic Visitor hafi verið í sterkri stöðu fyrir áfallið þá höfum við þurft að nýta hlutabótaleiðina og farið í verulegar hagræðingaraðgerðir eins og aðrir en við sögðum engum upp fyrir þessi mánaðarmót. Hjá okkur starfar mikið af mjög hæfum einstaklingum með margra ára reynslu. Það væri mjög þungbært að missa þessa starfsfélaga og þess vegna viljum við sjá aðeins lengra inn í framtíðina áður en við förum í afdrifaríkar aðgerðir,“ bætir Ásberg við.

Hann segir að þrátt fyrir að fyrirtækið sé algjörlega tekjulaust þá er næg verkefni að vinna þessa dagana. „Við erum að innleiða nýtt bakendakerfi, þróa ferðir, bæta verkferla, búa til efni fyrir vefinn og aðstoða viðskiptavini við að færa til dagsetningar. Við munum nýta tímann vel og ætlum að vera tilbúin þegar landið opnast á ný.“

Ferðamenn fá viðbótar inneign

Ásberg er nokkuð bjartsýnn á framhaldið til lengri tíma. „Umtalsverður fjöldi okkar viðskiptavina eru í rauninni bara að bíða eftir því að fá grænt ljós á að mega ferðast á ný. Viljinn er augljóslega til staðar og margir halda ennþá í vonina um að geta komið síðar í sumar. Við höfum einnig verið að bjóða öllum okkar viðskiptavinum, sem eiga ferðir bókaðar nú í vor og í sumar, að breyta dagsetningum eða fá inneign hjá okkur. Viðskiptavinurinn fær þá 15 prósent viðbótar inneign og mjög sveigjanlega skilmála á breytingum. Fólk hefur tekið þessu mjög vel og mikill meirihluti lýst yfir áhuga á að koma síðar á árinu eða á því næsta.”

Hvenær landamæri opnast og ferðaviðvaranir verða afturkallaðar liggur ekki fyrir en Ásberg segir ljóst að það muni taka sinni tíma að endurræsa allt kerfið. Hann telur að ímynd Íslands hafi styrkst í heimsfaraldrinum vegna viðbragðanna hér á landi og ferðamenn muni líta til þess þegar þeir velja áfangastað á næstu mánuðum og árum.

„Ég er í dag hóflega bjartsýnn á að geta tekið á móti ferðmönnum síðar í sumar. Umræða er hafin á fullum þunga í Evrópu hvernig eigi að opna fyrir ferðalög. Það mun auðvitað þurfa að sannfæra Íslendinga um að það sé óhætt að taka á móti ferðmönnum. En þá má benda á að ekkert smit hafi verið rakið til erlendra ferðamanna, enginn starfsmaður Isavia smitaðist í vinnunni og ekki heldur starfsmenn í verslunum eða hótelum svo vitað sé. Með réttum upplýsingum, leiðbeiningum og aðgerðaáætlunum þá tel ég að hægt verði að draga verulega út áhættunni á að erlendir ferðmenn beri smit til landsins. Ferðaþjónustufyrirtækin geta vel aðlagað sig að breyttu umhverfi til að vernda starfsmenn og viðskiptavini,” segir Ásberg.

Hótelið hefur verið fullbókað frá fyrsta degi

Eitt af þeim verkefnum sem hann vinnur að í dag er að stækka Magma Hótel sem er staðsett í Landbroti við Kirkjubæjarklaustur. „Við erum örugglega eina hótelið á landsbyggðinni sem er að stækka. Þetta er lítið gæða hótel í einstöku umhverfi sem við opnuðum 2017. Viðtökur frá fyrsta degi hafa verið gríðarlega góðar og í raun svo góðar að hótelið hefur verið svo til fullbókað frá fyrsta degi. Við höfum ekki fengið marga Íslendinga til okkar hingað til og hluti af þeirri ástæðu er að sumarið hefur alltaf verið fullbókað marga mánuði fram í tímann. Nú eigum við nóg af herbergjum laus fyrir Íslendinga hvort sem það er fyrir fjölskyldur, vinahópa eða pör.“

Ásberg segir að nú sé ætlunin að aðlaga sig að íslenska markaðinum og í undirbúningi er markaðsherferð til að kynna hótelið. „Við ætlum okkur að vera með einstaklega hagstætt verð í sumar þannig að sem flestir hafi efni á að gista hjá okkur. Þetta er verð sem ekkert hótel getur rekið sig á til lengri tíma. Við lítum á þetta að hluta til sem markaðssetningu og ekki verra ef við getum náð upp í laun og annan breytilegan kostað. Ég held að það verði líka rosalega gaman að fá Íslendinga í heimsókn og ég er nokkuð viss um að hótelið mun koma mörgum á óvart. Það kemur kannski ekki til af góðu en þetta verður sumarið sem Íslendingar fá tækifæri á því að kynnst öllu því frábæra sem íslensk ferðaþjónusta hefur uppá að bjóða.”

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …