Bróð­urpartur Banda­ríkja­manna ætlar að bíða með utan­lands­ferðir

Þó margir vestanhafs séu farnir að huga að ferðalögum í sumar þá gefa niðurstöður nýrrar könnunar sterklega til greina að margir ætli sér að halda sig innanlands.

Frá Manhattan í New York. Mynd: Hecton Arguello / Unsplash

Rétt um helm­ingur íbúa Banda­ríkj­anna telur orðið óhætt að fara í lengri ferðalög í eigin bíl. Fjórð­ungur fólks ætlar þó að halda kyrru fyrir heima hjá sér þangað til að hættan á því að smitast af Covid-19 er yfir­staðin. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu niður­stöðum viku­legrar könn­unar Dest­ination Analysts sem byggir á um tólf hundrað svörum.

Stór hluti áætl­un­ar­flugs frá Banda­ríkj­unum til Íslands er frá flug­völlum í norð­aust­ur­hluta Banda­ríkj­anna, t.d. New York og Boston, og á þessu svæði segjast áttatíu prósent svar­enda ætla að forðast ferðalög út í heim á næst­unni. Ungt fólk er þó líklegra en þeir eldri til að halda út í heim.

Þrátt fyrir allt eru margir vest­an­hafs farnir að hugsa sér til hreyf­ings og skipu­leggja einhvers konar ferðalög á næstu miss­erum. Þannig segjast 64 prósent þátt­tak­enda í könn­un­inni vera með eina eða fleiri reisur á prjón­unum. Bróð­urpart­urinn (84%) snýr þó að ferða­lögum innan Banda­ríkj­anna.

Þriðj­ungur ferða­manna hér á landi í fyrra kom frá Banda­ríkj­unum en síðast­liðið sumar flugu þrjú stærstu flug­fé­lögin þar í landi daglega til Kefla­vík­ur­flug­vallar. Þau hafa öll fellt niður allar brott­farir nú í sumar.

Icelandair hefur á sama tíma hætt sölu á farmiðum til tveggja banda­rískra borga líkt og Túristi greindi frá í gær.