Ein flugferð á dag

Í apríl í fyrra voru að jafnaði farnar 45 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli. Nú er staðan allt önnur.

Frá Leifsstöð. Mynd: Isavia

Það voru farnar samtals þrjátíu áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði en til samanburðar voru brottfarirnar fjörutíu og tvær talsins 1. apríl í fyrra. Samdrátturinn í flugi til og frá Keflavíkurflugvelli nam tæpum 98 prósentum í apríl samkvæmt talningum Túrista á flugumferð til og frá landinu.

Síðustu vikur hefur Icelandair haldið úti stökum ferðum til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samkomulagi við hið opinbera. Síðasta flugferð þess samnings var í gær en samkvæmt heimasíðu Keflavíkurflugvallar eru á dagskrá brottfarir til Stokkhólms og Boston á morgun og til London á miðvikudag.