Samfélagsmiðlar

Erfiðar kjaraviðræður í miðjum lífróðri

Forstjóri Icelandair segir að lítill tími sé til stefnu til að ná samkomulagi við flugmenn og flugfreyjur félagsins. Á hluthafafundi sem haldinn verður 22. maí verði að liggja fyrir langtímasamkomulag við flugstéttir. Af samtölum Túrista við flugmenn hjá félaginu þá eru vonbrigði með skeyti forstjórans í þeirra röðum.

Það var í gærkvöld sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sendi starfsfólki sínu bréf þar sem hann ítrekaði að semja verði við flugstéttir til nokkurra ára til að tryggja næga þátttöku í komandi hlutafjárútboði. Einingarkostnaður vegna launa hjá Icelandair megi ekki vera hærri en hjá alþjóðlegum flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við.

„Hvort sem okkur líkar betur eða verr gera fjárfestar kröfur um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gera félagið samkeppnishæft á næstu árum,“ skrifar Bogi. Hann segir að gera verði breytingar á samningum sem auki samkeppnishæfni en tryggi um leið góð starfskjör og eftirsótt starfsumhverfi. Því þurfi að gera talsverðar breytingar á samningum. Bogi segir í bréfinu að viðræður gangi misjafnlega vel við stéttarfélögin og að viðræður við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslands mættu vera á betri stað.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir Boga Nils harðlega í pistli á Facebook og fullyrðir að af samtölum sínum við stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóð­um þá hafi aldrei komið krafa um það að end­ur­semja þurfi við starfs­fólk félagsins líkt og fram kemur í frétt Kjarnans.

Íslenskir lífeyrissjóðir eiga í dag um helming af hlutafé Icelandair en stærsti hluthafinn er bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management.

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við RÚV að flugfreyjum sé brugðið við orðsendingu forstjóra Icelandair þar sem kemur fram að sjálft starfsfólkið sé helsta hindrunin í veginum þegar kemur að því að bjarga félaginu. Formaðurinn segir að flugfreyjur ætli ekki að taka á sig varanlega kjaraskerðingu.

Samkvæmt samtölum Túrista við flugmenn Icelandair þá telja þeir sig hafa nú þegar gefið töluvert eftir af sínum kjörum og því hafi bréf Boga Nils í gærkvöld valdið miklum vonbrigðum í þeirra röðum.

Þannig hafi flugmenn ítrekað lýst vilja sínum til að fjölga vinnutímum, gefa eftir frídaga á sumrin og auka vinnuskyldu um helgar. Með þessum aðgerðum og fleirum væri hægt að bæta nýtingu flugmanna um allt að fjórðung. Miklar árstíðasveiflur í sætaframboði hjá Icelandair takmarka aftur á móti nokkuð möguleikana að sögn viðmælenda Túrista. Þannig sé árstíðasveiflan minni hjá flugfélögum sem oft er horft til.

Nýtt efni

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …