Fimmtán fyrirtæki vilja skipuleggja markaðsherferð Íslands

Íslandsstofa auglýsti í byrjun apríl útboð vegna markaðsverkefnisins Saman í sókn sem ætlað er að styðja við sókn Íslands sem áfangastaðar. Þrettán manna dómnefndar býður nú það verkefni að vega og meta umsóknirnar.

Ferðamenn við Námaskarð. Mynd: Iceland.is

Ráðamenn þjóðarinnar hafa endurtekið bent á það síðustu vikur að ráðist verði í markaðssókn í útlöndum þegar útlit er fyrir að áhugi fólks á að ferðast aukist á ný. Það er Íslandsstofa sem hefur umsókn með verkefninu og í byrjun síðasta mánaðar efndi stofnunin til útboðs þar óskað var eftir tilboðum í framkvæmdina.

Nú liggur fyrir að fimmtán fyrirtæki sendu inn umsóknir, sjö frá Íslandi og átta erlend. Meðal umsækjenda eru auglýsingastofur Icelandair og Bláa lónsins en fulltrúi Icelandair á sæti í dómnefndinni sem á að velja rétta fyrirtækið eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í heildina er áformað að setja um einn og hálfan milljarð króna í markaðsverk­efnið og stór hluti upphæðarinnar fer í aug­lýs­ing­abirtingar í erlendum fjölmiðlum.

Auglýsingastofurnar og ráðgjafafyrirtækin sem skiluðu inn tilboðum í útboði Íslandsstofu:

1. Brandenburg
2. Deloitte ehf.
3. DESIGN GROUP ITALIA I.D. S.R.L.
4. ENNEMM
5. H:N Markaðssamskipti
6. Hanapin Marketing
7. Hugsmiðjan
8. Hvíta húsið ehf.
9. KarlssonWilker inc.
10. KUNDE & CO. A/S
11. M&C Saatchi Worldwide Limited
12. MUST
13. neusta Grafenstein GmbH
14. Pipar Media
15. The Brooklyn Brothers

Þessi þrettán sitja í dómnefndinni:

Agnar Lemacks,  einn af eigendum AtonJL
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair
Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia
Eva María Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Pink Iceland
Gíslína Petra Þórarinsdóttir, Visit Reykjavik
Karítas Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnusviðs Hörpu
María Reynisdóttir, skrifstofa ferðamála í atvinnuvegaráðuneytinu
Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, Íslandsstofu
Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds
Sveinn Birkir Björnsson, Íslandsstofu
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu sagði að Atli Sigurður Kristjánsson, markaðsstjóri Bláa lónsins, yrði í valnefndinni. Breytingar voru gerðar á nefndinni fyrir helgi og hefur Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds, tekið sæti Atla.