Flug og bíll eða flug og hótel

Systurfélögin Icelandair og Air Iceland Connect bjóða nú pakkaferðir fyrir þá sem vilja ferðast innanlands á næstunni.

Mynd: Air Iceland Connect

„Kynn­umst upp á nýtt,“ er heiti nýrrar herferðar á vegum Icelandair og Air Iceland Connect. Markmið hennar er að hvetja Íslend­inga til að ferðast innan­lands í sumar.

Um er að ræða pakka­ferðir til Akur­eyrar, Egils­staða, Ísafjarðar og Reykja­víkur. Þannig verður boðið upp á flug, bíl og gist­ingu á sérkjörum auk þess sem viðskipta­vinir munu njóta afslátta í samstarfi við fjöl­marga ferða­þjón­ustu­aðila víða um land samkvæmt því sem segir í tilkynn­ingu.

Þar er haft eftir Birnu Ósk Einars­dóttur, fram­kvæmda­stjóra sölu- og þjón­ustu­sviðs Icelandair, að þar á bæ finni starfs­fólk fyrir miklum vilja hjá lands­mönnum til að kynnast landinu upp á nýtt og ferðast innan­lands í sumar. „Því höfum við lagt upp í þessa herferð í samstarfi við fjöl­marga samstarfs­aðila víða um land sem eru vel í stakk búnir til að taka á móti gestum í sumar. Íslend­ingar kunna að gera það besta úr aðstæð­unum hverju sinni og við viljum nýta þau tæki­færi sem nú gefast til að bjóða lands­mönnum upp á aukin þægindi við ferðalög innan­lands. Hér er allt til staðar, flug­vélar, bíla­leigu­bílar, hótel og ótelj­andi afþrey­ing­ar­mögu­leikar, svo ekki sé minnst á okkar fallegu náttúru,“ segir Birna Ósk.

Herferðin mun standa til 31. ágúst og verður því hægt að nýta þessi kjör í allt sumar.