Hafa uppfyllt kröfur um ríkis­að­stoð

Nú þegar búið er að stytta skuldahalann og auka eigið fé félagsins á fær Norwegian loks nærri fjörutíu milljarða króna frá norska ríkinu.

Mynd: Norwegian

Fyrir tveimur mánuðum síðan gaf norska ríkis­stjórnin út vilyrði til að lána Norwegian allt þrjá millj­arða norskra króna vegna þeirra búsifja sem útbreiðsla kóróna­veirunnar hafði valdið. Upphæðin jafn­gildir um 43 millj­örðum íslenskra króna en Norwegian fékk aðeins tíund af summ­unni í fyrstu atrennu. Skil­yrðið sem norsk stjórn­völd settu fyrir bróð­urparti lánsins var að flug­fé­lagið myndi semja við kröfu­hafa og auka eigið fé.

Strax í fram­haldinu tóku við samn­inga­við­ræður við eigendur skulda­bréfa og flug­véla­leigur um að breyta skuldum í eigið fé. Þótti mörgum grein­endum í Noregi það óhugs­andi að flug­véla­eig­endur myndu sættast á þess háttar enda óþekkt að svoleiðis fyrir­tæki eigi hlut í flug­fé­lagi.

Þetta tókst engu að síður og sátu eldri hlut­hafar uppi með aðeins 5,2 prósent hlut í Norwegian. Í dag er því flug­véla­leigan Aercap Hold­ings orðinn stærsti hlut­hafinn í norska flug­fé­laginu með 15,9 prósent hlut.

Nýju hluta­fjárút­boði lauk svo í byrjun vikunnar og þar var umfram­eft­ir­spurnin marg­föld. Þrátt fyrir að fyrir lægi að þriðj­ungur af upphæð­inni færi í greiðslu á þóknun til banka og verð­bréfa­fyr­ir­tækja vegna nauða­samn­ing­anna við kröfu­hafa.

Og nú í morgun tilkynntu stjórn­endur Norwegian að félagið væri búið að uppfylla þær kröfur sem settar voru fyrir lánveit­ing­unni um miðjan mars. En á fundi með blaða­mönnum fyrr í þessum mánuði viður­kenndi fjár­mála­stjóri Norwegian að skil­yrði stjórn­valda á sínum tíma hafi verið kveikjan að neyð­ar­samn­ing­unum við kröfu­hafa og flug­véla­leigur.

Norwegian hefur verið mjög stór­tækt í Spán­ar­flugi frá Kefla­vík­ur­flug­velli en búast má við að félagið geri hlé á útgerð sinni frá Spáni fram á næsta vor. Stjórn­endur þess hafa nefni­lega boðað að Norwegian muni aðeins halda úti flugi með sjö flug­vélum í Noregi það sem eftir lifir árs og fram til loka mars á næsta ári. Ennþá býður Norwegian þó til sölu flug­miða héðan til bæði Alicante og Barcelona.