Helm­ingur Íslend­inga gistir í Kaup­manna­höfn

Það verður í góði lagi fyrir íslenska ferðamenn í Kaupmannahöfn að kæla sig niður í Havnebadet við Íslandsbryggju. En svo þarf að koma sér út úr borginni fyrir háttatíma. Mynd: Visit Copenhagen

Um miðjan júní geta Íslend­ingar og Danir ferðast óhindrað milli land­anna tveggja á ný. Dönsk stjórn­völd ætla þó ekki að heimila útlend­ingum að gista í Kaup­manna­höfn fyrst um sinn. Borgin verður þeim þó opin yfir daginn og þeir geta því fengið sér að drekka og borða.

Takmark­an­irnar eru engu að síður veru­legar og til marks um það þá hefur um annar hver íslenskur túristi í Danmörku á sumrin gist í Kaup­manna­höfn. Þannig keyptu Íslend­ingar um 19 þúsund gist­inætur í Danmörku í júní og júlí í fyrra og þar af voru um 10 þúsund gist­ingar í höfuð­borg­inni. Þetta má lesa út úr tölum dönsku hagstof­unnar.

Þetta er engu að síður aukið ferða­frelsi og því ætlar Icelandair að hefja daglegt flug milli Íslands og Kaup­manna­hafnar þann 15. júní. Þangað hafa þotur Icelandair flogið allt að fimm sinnum á dag yfir sumar­mán­uðina.

Auk þess flýgur Icelandair jafnan til Billund á Jótlandi en þær ferðir hafa ekki verið settar á dagskrá á ný.

Ennþá liggur ekki fyrir hvenær SAS flug­fé­lagið tekur upp þráðinn í flugi sínum milli Íslands og Danmerkur samkvæmt svari frá félaginu við fyrir­spurn Túrista.