Hluta­fjárútboð samþykkt einróma

Mynd: Icelandair

Hlut­hafa­fundur Icelandair seinnipartinn í dag var vel sóttur því full­trúar 82 prósent hluta­fjár mættu. Tillaga stjórnar félagsins, um hluta­fjárútboð upp á allt að þrjátíu millj­arða króna, var samþykkt einróma samkvæmt frétt RÚV.

Þar segir að fund­urinn hafi tekið innan við klukku­tíma og endað á ræðu Úlfars Stein­dórs­sonar, stjórn­ar­for­manns Icelandair samsteyp­unnar, þar sem hann gagn­rýndi harð­lega ýmsa sem þykjast hafa vit á rekstri félagsins og láti þær skoð­anir í ljós í fjöl­miðlum, ýmist undir nafni eða nafn­laust.

Hluta­fjárútboð Icelandair hefst svo 29. júní en hálfum mánuði áður er stefnt að því að búið verði að ganga frá samkomu­lagi við lánda­drottna, birgja og stjórn­völd. En á ríkis­stjórn­ar­fundi í lok apríl var samþykkt tillaga um að ríkið væri tilbúið til að veita félaginu lána­ábyrgð.