Icelandair lokar fyrir sölu á sumarflugi til 10 borga

Ekkert verður af sumarflugi Icelandair til Barcelona og ferðunum til Manchester verður áframhaldið í haust. Átta aðrar borgir eru til skoðunar.

portland Zack Spear
Icelandair hefur hætt sölu á ferðum til Portland í sumar. Það er þó ekki útlilokað að þotur félagsins fljúgi þangað í sumar. Mynd: Zack Spear / Unsplash

Ennþá liggur ekki fyrir hvenær flug­um­ferð verður með hefð­bundnum hætti á ný. Og vegna óviss­unnar hafa flug­félög víða skorið veru­lega niður sætis­framboð næstu mánaða og það hefur Icelandair líka gert.

Þannig hefur félagið fækkað ferðum til fjölda borga og lokað fyrir sölu á farmiðum til tíu áfanga­staða í Evrópu og Norður-Ameríku í sumar. Um er að ræða Phila­delphia og Port­land í Banda­ríkj­unum, kanadísku borg­irnar Montreal, Edmonton og Vancouver auk Barcelona, Billund, Bergen, Manchester og London-Gatwick í Evrópu.

Á vef Route­son­line segir reyndar að ferð­irnar til þessara tíu flug­valla hafi verið felldar niður en Ásdís Péturs­dóttir, upplýs­inga­full­trúa Icelandair, segir í samtali við Túrista að allar þessar flug­leiðir séu ennþá til skoð­unar að frátöldum Barcelona og Manchester.

Ásdís segir að ætlunin sé að taka upp þráðinn í flug til þeirrar síðar­nefndu í október og Barcelona verði hluti af sumaráætlun næsta árs.

Til Manchester ættu farþegar þó áfram að geta flogið frá Kefla­vík­ur­flug­velli með easyJet og ennþá virðist Vueling ætla að halda úti áætl­un­ar­ferðum hingað frá Barcelona.