Samfélagsmiðlar

Icelandair „peninganna virði“

Nýtt heiti yfir stöðu Icelandair á markaði var kynnt á hluthafafundi félagsins í gær.

Glæra úr kynningu Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, á hlutahafafundinum í gær.

„Það er stund­um látið að því liggja að það séu tvær teg­und­ir flug­fé­laga sem keppi á markaðnum, ann­ars veg­ar fé­lög sem kalla mætti fullþjón­ustu­fé­lög og hins veg­ar svo­kölluð lággjalda­fé­lög. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að það eru fé­lög sem staðsetja sig mitt á milli slíkra fé­laga og Icelanda­ir er eitt þeirra.“

Þetta sagði Björgólf­ur Jó­hanns­son, þáverandi for­stjóri Icelanda­ir Group, á aðal­fundi fé­lags­ins í ársbyrjun 2017. Hann bætti því við að Icelandair tilheyrði hópi flugfélaga sem nefndur væri „hybrid flug­fé­lög“ líkt og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins á sínum tíma.

Í kynningu Boga Nils Bogasonar, núverandi forstjóra Icelandair samsteypunnar, á hluthafafundi í gær var Icelandair aftur á móti kynnt sem „value for money airline“. Flugfélag sem er peninginna virði og staðsett mitt á milli hefðbundinna félaga og lágfargjaldafélaga eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Stjórnendur Aer Lingus hafa lengi skilgreint sitt félag sem „Value Airline“ en hið írska flugfélag er á margan hátt líkt Icelandair. Bæði fljúga til margra áfangastaða í Norður-Ameríku og eru með hátt hlutfall tengifarþega. Vægi viðskiptaferðalanga er jafnframt lágt í samanburði við keppinauta eins og Lufthansa, British Airways og Delta.

Þess má þó geta að hjá Aer Lingus eru veitingar innifaldar í farmiðaverðinu þegar flogið milli Evrópu og Bandaríkjanna en ekki hjá Icelandair.

Vestanhafs er heitið „Value Airline“ oftar notað um lággjaldaflugfélög og þannig útnefnir hið virta flugrit Aviation Week árlega flugfélög ársins í flokki „Value Airlines“.

Þar hafa borið sigur úr býtum flugfélög sem flokkast sem últra lággjaldaflugfélög, t.d. Spirit, Wizz Air og Volaris. Sigurvegarinn í hittifyrra var Norwegian sem skilgreinir sig skör ofar en þó sem lággjaldaflugfélag.

Þess má geta að í bandarískum ferðablöðum er Icelandair oft skilgreint sem „budget airline“ og hinn nýi merkimiði stjórnenda flugfélagsins er því kannski ekki svo stórt skref niður til lággjaldaflugfélaganna.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …