Indigo Partners gætu haslað sér völl í Ástralíu

Bill Franke og hans fólk skoðaði kaup á WOW air á sínum tíma. Nú horfa þau til Ástralíu þar sem næst stærsta flugfélag landsins eru til sölu.

Virgin Australia lenti nærri samstundis í alvarlegum vanda þegar útbreiðsla kórónaveirunnar varð til þess að flugsamgöngur stöðvuðust á heimsvísu. Félagið hefur nefnilega verið í ströggli lengi og ekki skilað hagnaði í mörg ár.

Ástralskir ráðamenn urðu ekki við beiðni stjórnenda flugfélagsins um ríkisaðstoð í mars og fór félagið í greiðslustöðvun í byrjun síðasta mánaðar. Fljótlega kom þó í ljóst að töluverður áhugi var á þrotabúinu og nú hafa fjórir kaupendahópar fengið tækifæri til að skila inn bindandi tilboði í reksturinn.

Þar á meðal er bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners, þeir sömu og skoðuðu lengi kaup á WOW air. Indigo Partners eru stórtækir í flugrekstri víða um heim og einbeita sér að svokölluðu últra lággjaldaflugfélögum. Virgin Australia flokkast ekki sem slíkt en stór hluti af umsvifum þess snýr að innanlandsflugi.

Þess má geta að Bandaríkjamaðurinn John F. Thomas, sem tók nýverið sæti í stjórn Icelandair Group, var um tíma annar æðsti yfirmaður Virgin Australia. Hann var svo látinn taka poka sinn árið 2017 eftir tæpt eitt ár í starfi.

Núverandi eigendur Virgin Australia eru meðal annars flugfélögin Etihad og Singapore Airlines. Virgin samsteypa auðkýfingsins Richard Branson fer svo með tíund í félaginu. Virgin Australia er ekki eina flugfélagið hans sem er í miklu vanda því framtíð Virgin Atlantic er tvísýn.