Lofa heið­ar­legum fargjöldum

Heimasíða WOW air er að taka á sig mynd og þar er nú að finna nánari upplýsingar um starfsemina.

Ný heimasíða WOW air. Skjámynd af heimasíðu WOW air

Hjá hinu uppruna­lega WOW air stærðu stjórn­endur sig af háum hlið­ar­tekjum á hvern farþega. Var þá horft til þess hve margir borguðu auka­lega fyrir farangur og val á sætum um borð. Eins komust farþegar ekki hjá því að greiða bókun­ar­gjald upp á 999 krónur. Nýir eigendur vörumerkis WOW hafa ítrekað að þessi háttur verði ekki hafður á þegar WOW hefur sig til flugs á ný.

Á nýupp­færði heima­síðu félagsins er þessi stefna útskýrð nánar. Þar segir að í heimi WOW air (WOW world) þurfi farþegar ekki að hafa áhyggjur af yfir­vigt eða farang­urstak­mörk­unum. Í þeim heimi geti fólk líka tekið frá þau sæti um borð sem það vill án aukgreiðslu og matreiðslu­meist­arinn Roger Wiles mun svo tryggja góða næringu í fluginu.

Þetta eru svokölluð heið­arleg fargjöld að hætti WOW air (Honest fare). Þeim fylgir líka frítt netsam­band í háloft­unum og afþreying. Fras­arnir WOW World og Honest Fares eru merktir sem skráð vörumerki eða ™ í texta heima­síð­unnar.

Engar upplýs­ingar eru á vefsíðu WOW um hvert flug­fé­lagið mun fljúga en ráðnir hafa verið til starfa fram­kvæmda­stjórar á Ítalíu og Rússlandi. Auk þess er Magnús Magnússon nýr yfir­maður vöru­flutn­inga­svið félagsins.

Einnig ætlar félagið sér að hasla sér völl í Afríku samkvæmt því sem fram kemur á heima­síð­unni.