Markaðsherferð Íslandsstofu til M&C Saatchi

Alþjóðlega auglýsingastofan M&C Saatchi hlaut flest stig hjá þrettán manna dómnefnd Íslandsstofu.

Island seljalandsfoss taylor leopold
Mynd: Taylor Leopold / UnsplasL

Íslensk stjórnvöld ætla að verja 1,5 milljarði króna í kynningu á Íslandi sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn. Af þessari upphæð fara 300 milljónir króna í gerð á markaðsherferðinni og sendu fimmtán fyrirtæki inn tilboð í þá vinnu til Ríkiskaupa. Sjö íslensk og átta erlend.

Þrettán manna dómnefnd fór svo yfir tillögurnar og það var auglýsingastofan M&C Saatchi sem fékk hæstu einkunnina eða 87,17 stig af hundrað mögulegum.

Sáralitlu munaði að íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA yrði hlutskörpust því tillaga hennar fékk 86,35 stig en í þriðja sæti varð Brandenburg, önnur íslensk, sem hlaut 77,38 stig.