Með grímu allt ferðalagið

Hollenska flugfélagið KLM hefur gefið út myndband sem sýnir hvernig ferðalagið með félaginu verður nú á tímum Covid-19.

Mynd: KLM

Sífellt fleiri flugfélög eru að gera sig klár í að setja þotur sínar í loftið. Og þeir sem ætla að fá far með KLM næstu vikur verða að nota grímu allt frá því þeir mæta á flugstöðina og þangað til að komið er áfangastað.

Í nýju myndbandi frá flugfélaginu er farið yfir hvernig þetta fer allt fram. Reyndar vantar í frásögnina upplýsingar um hvernig fólk á að borða og drekka.