Meðeig­endum Eldeyjar boðinn hlutur í sameig­in­legu félagi

Undirritað hefur verið samkomulag um sameiningu Kynnisferða og félaga sem eru í eignasafni Eldeyjar. Með sameiningunni verður til eitt stærsta félag landsins sem sinnir afþreyingartengdri ferðaþjónustu.

flugrutan
Mynd: Kynnisferðir

Kynn­is­ferðir eru eitt stærsta ferða­þjónstu­fyr­ir­tæki landsins og rekur meðal annars Flugrútuna sem boðið hefur upp á sæta­ferðir milli Leifs­stöðvar og höfuð­borg­ar­innar um langt árabil. Stjórn­endur Kynn­is­ferða og fjár­fest­inga­sjóðsins Eldeyjar vinna nú að sameingingu fyrir­tækj­anna og Frétta­blaðið greindi fyrst frá.

Eldey hefur fjár­fest í afþrey­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ustu og er meðal annars hlut­hafi í Norð­ur­sigl­ingu, Arcanum fjalla­leið­sögu­mönnum, Dive.is og Logakór. Aðspurður segir Björn Ragn­arsson, fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða, að samhliða samein­ing­unni verði meðeig­endum Eldeyjar boðið að eignast hlut í sameinuðu félagi og þannig stemmt að því að flest félögin verði alfarið í eigu þess félags. „Þannig ætlum við að ná hámarks samlegð.”

Björn segir þetta þó ekki eiga við Íslenskar heilsu­lindir en reiknað er með að eign­ar­hlutur Eldeyjar í því fyrir­tæki renni inn sameinaða félagið. Þess má geta að Eldey átti 67 prósent hlut í Saga Travel en það fyrir­tæki varð gjald­þrota nú í apríl.

Samkvæmt heima­síðu Eldeyjar þá fara íslenskir lífeyr­is­sjóðir með rúmlega 70 prósent hlut í fjár­fest­inga­sjóðnum en formaður stjórnar Eldeyjar er Hildur Árna­dóttir sem jafn­framt er formaður stjórnar Íslands­stofu. Aðrir stjórn­ar­menn eru Svein­björn Indriðason, forstjóri Isavia, Arnar Þórisson, stjórn­ar­formaður í Kilroy, Þórdís Lóa Þórhalls­dóttir, borg­ar­full­trúi Viðreisnar og Árni Gunn­arsson, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Air Iceland Connect og nú fram­kvæmda­stjóri Iceland Travel.