Samfélagsmiðlar

Norwegian skrefi nær framtíð

Skuldabréfaeigendur gáfu loks grænt ljós á að breyta kröfum í hlutafé. Í seinasta lagi á morgun ræðst hvort hluthafar og flugvélaleigur sætti sig líka við þá afarkosti sem þeim eru boðnir og forði þannig Norwegian frá gjaldþroti.

Forsendan fyrir því að Norwegian fái rúmlega 38 milljarða króna lánaábyrgð frá norska ríkinu er að félagið grynnki á skuldum og auki eigið fé. Félagið hefur nefnilega farið alltof geyst síðustu ár, umsvifin hafa margfaldast en afkoman ávallt röngum megin við núllið.

Til að eiga möguleika á að fá lánalínuna þá stilltu stjórnendur Norwegian upp áætlun sem neyðir skuldabréfaeigendur, flugvélaleigur og hluthafa til að sætta sig við töluvert tap. Tveir fyrrnefndu hóparnir þurfa að breyta stórum hluta af kröfum í hlutafé og núverandi hluthafar halda eftir sáralitlum hlut í félaginu.

Fyrstir að samningaborðinu voru skuldabréfaeigendur og var ætlunin að ganga frá samkomulagi við þá á fimmtudaginn síðasta. Það var þó fyrst í gær sem það hafðist. Í kvöld eru svo bundnar vonir við að tuttugu og fjórar mismunandi flugvélaleigur og fjármögnunarfyrirtæki sætti sig við að stytta 470 milljarða skuldahala um rúmar sjötíu milljarða. Þeirri upphæð verður breytt í hlutafé en eins og greinendur hafa bent á þá tíðkast ekki að flugvélaleigur gerist hluthafar í flugfélagi. Hinar óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja gætu aftur á móti hjálpað til.

Í fyrramálið er svo röðin komin að hluthöfunum og samkvæmt frétt Dagens Næringsliv þá er útlit fyrir að þeir sætti sig við orðinn hlut. Hópur minni fjárfesta hafði hótað því að fella samkomulagið en nú yfir helgina mun Bjørn Kjos, stofnandi og fyrrum forstjóri félagsins, hafa náð að sannfæra forsvarsmenn þess hóps um að ganga í takt.

Morgundagurinn verður því vafalítið spennandi í herbúðum Norwegian en félagið hefur verið stórtækt í Spánarflugi frá Keflavíkurflugvelli síðustu misseri. Auk þess hefur Norwegian veitt Icelandair harða samkeppni í flugi yfir Norður-Atlantshafið.

Nýtt efni
MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …