Samfélagsmiðlar

Rekstrartapið ríflega þrefaldaðist

Fyrsti fjórðungur ársins er Icelandair vanalega erfiður. Að þessu sinni var tapið af starfsemi mun meira en áður enda stöðvuðust flugsamgöngur í mars. Árið byrjaði samt vel en þá var Icelandair á ný með yfirburðastöðu í Íslandsflugi eftir fall WOW.

Bráðabirgðatölur úr uppgjöri Icelandair samsteypunnar gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16 prósent og rekstrartapið numið 26,8 milljörðum króna eða 208 milljónum dollara. Þetta kemur fram í tilkynning sem félagið sendi frá sér í gær. Til samanburðar þá nam tap félagsins á sama tíma í fyrra um 60 milljónum dollara eða 7,2 milljörðum króna á þáverandi gengi.

Fyrstu tvo mánuðina í ár var afkoma Icelandair í takt við væntingar og batnaði verulega á milli ára samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Marsmánuður var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar.

Árið byrjaði því vel hjá Icelandair og í viðtali við Mbl.is í gærkvöld segir Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, að reksturinn fyrstu tvo mánuði ársins hafi gengið miklu betur en í fyrra. Í því samhengi má rifja upp að WOW air var á fleygiferð í janúar í og febrúar í fyrra en að þessu sinni var Icelandair laust við helsta keppinautinn. Icelandair stóð þar með á ný undir rúmlega sextíu prósent áætlunarferða til og frá landinu sem var álíka og á árunum áður en Ameríkuflug WOW air hófst.

Það eru örfá flugfélög búin að birta uppgjör fyrir fyrsta fjórðung þessa árs og Finnair er eitt þeirra. Hjá því félagi lækkuðu tekjurnar hlutfallslega jafn mikið og hjá Icelandair eða um sextán prósent á þessu tímabili. Taprekstur finnska félagsins jókst líka frá fyrsta fjórðungi og nam um fimmtán milljörðum króna.

Í farþegum talið er Finnair fimm sinnum stærra flugfélag en Icelandair en rekstur þess finnska snýr þó eingöngu að flugi á meðan Icelandair samsteypan rekur einnig fjölda dótturfyrirtækja, þar á meðal ferðaskrifstofur og hótel, sem hafa sín áhrif á reksturinn. Eins og Túristi hefur áður fjallað um þá á finnska ríkið 56 prósent hlut í Finnair.

Samkvæmt tilkynningu Icelandair þá er lausafjárstaða félagsins enn yfir því 200 milljón dollara viðmiði sem stjórnendur þess vinna eftir en upphæðin gæti farið undir þessi mörk á næstu vikum. Þar hefur vafalítið endurgreiðsla á flugmiðum mikil áhrif því virði ónotaðra flugmiða nam 154 milljónum dollara um síðustu áramót. Gera má ráð fyrir að sú upphæð hafi hækkað mikið í byrjun árs því þá bóka margir ferðir sumarsins. Núna stefnir í að sumaráætlunin verði miklu takmarkaðri en upphaflega var gert ráð fyrir og þá þarf að endurgreiða stóran hluta farmiðateknanna.

Í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna hefur Icelandair millifært 2,6 milljarða króna inn á bundna reikninga hjá mótaðilum líkt og segir í tilkynningu. Icelandair, líkt og mörg önnur flugfélög, koma illa út úr samningum um kaup á eldsneyti á ákveðnu verði um þessar myndir enda hefur heimsmarkaðsverð hrunið og flug liggur niðri.

Icelandair sagði stórum hluta starfsfólks upp fyrir mánaðamót og nú undirbúa stjórnendur þess hlutafjárútboð sem fara á fram í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld tilkynntu svo fyrradag að þau væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …