Ryanair flaug með 400 þúsund farþega í apríl

Samdrátturinn hjá þessu stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu nam 99,6 prósentum í síðasta mánuði. Ekki er von á öðru en að niðursveiflan verði álíka mikil í þessum mánuði og þeim næsta að mati forsvarsfólks félagsins.

Mynd: Ryanair

Umvif írska flugfélagsins Ryanair takmarkst við farþegaflutninga innan Evrópu en nú þegar landamæri eru lokuð innan álfunnar þá liggur starfsemi félagins nærri því niðri. Til marks um það þá flaug Ryanair með rétt um 400 þúsund farþega í apríl en þeir voru um þrettán milljónir í sama mánuði í fyrra.

Michael O´Leary, hinn yfirlýsingaglaði forstjóri Ryanair, lýsti því yfir eftir páska yfir að hann teldi að eftirspurn eftir flugferðum myndi glæðast hratt um leið og stjórnvöld fella úr gildi ferðaviðvaranir. Lágt farmiðaverð myndi þar hjálpa til enda útséð að verðstríð myndi brjótast út á þessum tímamótum að mati O’Leary.

Nú gera áætlanir Ryanir aftur á móti ráð fyrir að starfsemin verði í algjöru lágmarki út þennan mánuð og líka júní.