Samfélagsmiðlar

Seldu lendingarleyfi, flugvélar og dótturfélög til að komast á flug á ný

Í lok þessarar vinnuviku liggur fyrir hvort hluthafar í Icelandair gefa grænt ljós á að auka hlutafé félagsins og þannig koma félaginu til bjargar.

Rickard Gustafson, forstjóri SAS, kom félaginu í gegnum mikla krísu í byrjun síðasta áratugar og seldi þá mikið af eignum félagsins.

Icelandair þarf nauðsynlega á auknu lausafé að halda og í lok vikunnar greiða hluthafar fyrirtækisins atkvæði um nærri þrjátíu milljarða króna hlutafjárútboð. Allt kapp er nú lagt á að langtímasamningar við flugfreyjur félagsins liggi fyrir áður en að fundurinn hefst.

Það þarf þó meira til líkt og haft var eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, í fréttatilkynningu í síðustu viku. „Það eru fjölmargir þættir sem verða að ganga upp til að endurfjármögnun Icelandair Group gangi eftir. Einn af þeim eru langtímasamningar við flugstéttir,“ sagði forstjórinn.

Hann nefndi engin dæmi um aðgerðir en nú liggur fyrir að í komandi hlutafjárútboði stendur lánveitendum til boða hlutafé gegn lækkun skulda.

Í miðjum heimsfaraldri eins og nú geysar er sala á eignum aftur á móti ekki ákjósanleg til að ráða bóta á vandanum. Stjórnendur SAS gátu hins vegar nýtt sér þann kost þegar þeir unnu að endurreisn sinni í árslok 2012 en ákveðin líkindi eru með þeirri baráttu og lífróðri Icelandair í dag.

Kjaramálin voru þannig líka sett á oddinn hjá SAS og sérstaklega skert lífeyrisréttindi starfsfólks. Á elleftu stundu tókust samningar við starfsfólk.

Skandinavíska félagið bókfærði þó líka söluhagnað upp á ríflega milljarð sænskra króna í tengslum við sölu á dótturfélögum árin 2012 og 2013. Þar á meðal norska innanlandsflugfélagið Widerøe og einnig stóran hlut í flugþjónustufyrirtæki félagsins.

Til viðbótar fengust háar upphæðir fyrir lendingarleyfi á Heathrow árið 2012 og aftur 2015. Í fyrri viðskiptunum var eitt leyfi til að mynda selt fyrir 60 milljónir dollara en í seinna skiptið fékkst aðeins um þriðjungur af þeirri upphæð. Verðið á slottunum ræðst af því hvenær dagsins það er.

Icelandair á tvö lendingarleyfi á Heathrow en í ljósi aðstæðna í dag er sala á þeim varla fýsileg.

SAS hefur einnig komið gömlum flugvélum í verð síðustu ár og átti félagið til að mynda þrjár af þeim Bombardier flugvélum sem Icelandair Group keypti fyrir Air Iceland Connect. Reyndar voru vélarnar í eigu flugfélags í Papúa-Nýju Gíneu í millitíðinni.

SAS hefur einnig innleyst mikinn hagnað í tengslum við samninga um sölu og endurleigu á nýjum Airbus þotum. Sambærilega samninga hefur Icelandair einnig gert í tenglsum við sjö af þeim níu MAX þotum sem framleiddar hafa verið fyrir félagið. Hagnaðurinn af þessum samningum hefur þó líklega reynst Icelandair skammgóður vermir í ljósi þess að þoturnar hafa verið kyrrsettar í fjórtán mánuði og ennþá er óljóst hvenær þær fljúga á ný.

Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að viðspyrna SAS hafi heppnast og fyrirtækið rekið réttum megin við núllið allt frá árinu 2015 þá er SAS, líkt og flest önnur flugfélög, í alvarlegri krísu í dag.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …