Samfélagsmiðlar

Tap Eldeyjar þrefaldaðist

Virði eigna fjárfestingasjóðsins Eldeyjar hefur rýrnað um nærri milljarð króna frá árslokum 2018. Tap sjóðsins nemur um 1,4 milljarði síðustu tvö ár.

„Annus horribilis! Þetta var skelfilegt ár,“ sagði Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Eldey, í viðtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum síðan. Þar var hún var spurð um rekstur fyrirtækja í eigu sjóðsins árið 2017.

Það ár nam tap Eldeyjar einni milljón króna en óhætt er að segja að afkoma sjóðsins hafi versnað mjög eftir hið „skelfilega ár“ 2017.

Tapið árið 2018 var upp á 355 milljónir og það þrefaldaðist svo í fyrra. Þá nam það rúmlega milljarði eða 1.055 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Eldeyjar.

Það eru Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, sem rekur Eldey og í svari, við fyrirspurn Túrista, segir að tap Eldeyjar í fyrra sé að öllu leyti tilkomið vegna virðisrýrnunar eigna sem gera þurfti eftir á vegna áhrifa Covid-19. Gjaldþrot Saga Travel nú í apríl hefur líka sitt að segja en sjóðurinn átti 67 prósent í því félagi. Í svarinu segir jafnframt að rekstur Eldeyjar hafi gengið prýðilega í fyrra og samkvæmt áætlun þess árs.

Allt frá stofnun Eldeyjar í árslok 2015 hefur félagið aðeins fjárfest í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í afþreyingu fyrir ferðafólk. Markmiðið var að skrá sjóðinn á markað en nú er unnið að því að sameina hann Kynnisferðum, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Í tengslum við þá sameiningu stóð til að kalla eftir 2,3 milljörðum króna frá hluthöfum samkvæmt því sem fram kom í kynningu til hluthafa fyrr í þessum mánuði. Þau áform breyttust aftur á móti og þurfa hluthafar nú að leggja félaginu til hálfan milljarð króna samkvæmt heimildum Túrista.

Það eru íslenskir lífeyrissjóðir sem eiga um sjötíu prósent hlutafjár í Eldey og stærstur er Birta lífeyrissjóður með um fjórðungs hlut. Íslandsbanki á tíund og aðrir hluthafar fara með um fimmtung.

Heildarskuldbinding sjóðsins gagnvart Íslandsbanka nemur um 1,8 milljarði króna samkvæmt fyrrnefndri hluthafakynningu.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, á sæti í stjórn Eldeyjar og líka Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandair samsteypunni, situr þar einnig og Arnar Þórisson, stjórnarformaður ferðaskrifstofunnar Kilroy. Stjórnarformaður Eldeyjar er Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu.

Eignir Eldeyjar í dag eru þessar: Arcanum fjallaleiðsögumenn (72,2%), Dive.is (51%), Norðursigling (43,3%), Logakór (62,2%) og Íslenskar heilsulindir (20%).

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …