Samfélagsmiðlar

Tölum aðeins um farþegatekjur Icelandair

Skýringin á því að stjórnendur Icelandair leggja nú alla áherslu á að lækka launakostnað félagsins kann að liggja í því að þeir hafa ekki trú á að farþegatekjurnar verði aftur jafn háar og þær voru þegar félagið var rekið með hagnaði.

Getur Icelandair fengið meira út úr hverju sæti um borð eða er eina leiðin að lækka kostnað?

Þegar bera á saman rekstur flugfélaga þá er gott deila kostnaði og tekjum niður á sætisframboð í kílómetrum talið. Þá fást mælikvarðarnir RASK (tekjur á hvern km.) og CASK (kostnaður á hvern km.). Sum flugfélög upplýsa fjárfesta mánaðarlega um þróun þessara stærða en það gerir Icelandair ekki.

Einingatekjur Icelandair má reikna út með því að styðjast við farþegatekjur félagsins milli ára og deila niður á flogna kílómetra í áætlunarflugi. Út af stendur þá leiguflugið.

Öllu erfiðara er að sjá hver kostnaðurinn er vegna flugrekstrarins þar sem Icelandair samsteypan kemur víða við í ferðaþjónustu og kostnaður vegna hótelreksturs, ferðaskrifstofa og fleiri þátta þvælist fyrir.

Harkan í yfirstandandi kjaraviðræðum við flugmenn og flugfreyjur Icelandair er þó til marks um að einingakostnaður flugfélagsins er vandamál í augum stjórnenda flugfélagsins. Þeir meta því stöðuna þannig að það verði að ná niður launakostnaði áhafna til að gera félagið fýsilegan fjárfestingakost í komandi hlutafjárútboði.

Ef við horfum aftur á móti á einingatekjurnar þá hefur félagið misst þar flugið síðustu ár. Í dollurum talið, uppgjörsmynt Icelandair, hafa einingatekjurnar nefnilega lækkað þónokkuð. Þannig var metafgangur af rekstrinum árið 2015 og þá voru einingatekjurnar um 7,3 dollarasent samkvæmt útreikningum Túrista. Árið eftir var minni hagnaður og þá höfðu einingatekjurnar farið niður í 6,9 dollarasent og svo niður í 6,4 dollarasent árið 2017. Það ár var Icelandair aftur réttum megin við núllið þrátt fyrir að tekjur á hvern floginn kílómetra hefðu lækkað um 12 prósent á tveimur árum.

Einingatekjurnar stóðu svo í stað árið 2018 en samt varð tap af rekstrinum upp á tæpa sjö milljarða króna. Skýringarnar á því liggja vafalítið í mörgum þáttum, t.d. sterkari krónu, kjarabótum og harðri samkeppni frá WOW. Það var líka í ágúst 2018 sem Björgólfur Jóhannsson sagði starfi sínu lausu sem forstjóri vegna mistaka sem gerð voru í sölustarfi félagsins og leiðakerfi.

Þegar þarna var komið við sögu voru níu mánuðir liðnir frá því að Birki Hólm Guðnasyni, þáverandi framkvæmdastjóra Icelandair, var sagt upp störfum. Þá tóku þeir Björgólfur og Bogi Nils Bogason, núverandi forstjóri, við stjórnartaumunum í flugfélaginu en áður höfðu þeir tveir einbeitt sér að rekstri móðurfélagsins, Icelandair Group.

Í fyrra var tapreksturinn hjá Icelandair aftur um sjö milljarðar og þá höfðu einingatekjur aftur á móti hækkað upp í 6,6 dollarasent. Sú tala er þó varla marktæk því skaðabætur frá Boeing, vegna MAX þotanna, voru færðar að hluta sem farþegatekjur en upphæðin er ekki opinber.

Þar með eru ljóst að einingatekjurnar hafa í raun verið mun lægri en 6,6 dollarasent. Jafnvel þó þær hefðu í raun átt að hækka sjálfkrafa í ljósi þess að í fyrra breyttist farþegaflóran hjá Icelandair. Tengifarþegum fækkaði þónokkuð en tekjur af þeim ættu að öllu jöfnu að vera lægri en af farþegum sem fljúga styttri leggi.

Sem fyrr segir þá hafði samkeppnin við WOW vafalítið mjög mikil áhrif á versnandi afkomu Icelandair. Stjórnendur þess síðarnefnda hófu þannig að elta flugfélag Skúla Mogensen út í heim og fargjöldin lækkuðu. Þetta var sérstaklega áberandi árið 2018, fyrsta tapárið í langan tíma, því þá hóf Icelandair flug til borga sem WOW hafði áður setið eitt að. Eins settu félögin bæði á dagskrá flug til borga eins og Dallas og Cleveland.

Á sama tíma var WOW air komið í skuld við Isavia og safnaði á endanum upp ríflega tveggja milljarða ógreiddum reikningi við hið opinbera fyrirtæki. Leikurinn var þar með ekki jafn því Icelandair stóð skil á sínum flugvallagjöldum. Aftur á móti er Icelandair síður en svo eina rótgróna evrópska flugfélagið sem þarf að takast á við lággjaldaflugfélag á sínum heimamarkaði.

Barátta SAS og Norwegian, á stærstu flugvöllum Skandinavíu, svipar nefnilega til slagsins á Keflavíkurflugvelli. Rekstur Norwegian hefur varla staðið undir sér en félagið kemst alltaf áfram með því að efna endurtekið til hlutafjárútboða. Og þrátt fyrir þessa sérstöku samkeppni þá hefur SAS náð vopnum sínum á ný.

Í hittifyrra skilaði félagið skilað metafkomu. Á síðasta rekstrarári var hagnaðurinn reyndar minni sem skrifast að mestu á vikulangt verkfall flugmanna SAS. Það ár hækkaði einmitt umræddur einingakostnaður um 2,1 prósent en tekjurnar meira eða um 2,5 prósent.

Nú er spurningin hvort stjórnendur Icelandair telji sig geta leikið þetta eftir og náð tekjunum upp á ný eða hvort félagið eigi aðeins þann leik í stöðunni að lækka kostnaðinn.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …