13 prósent þjóð­ar­innar stefnir til útlanda í sumar

Margir ætla að bíða með ferðalög út í heim fram á næsta ár en engu að síður setja margir stefnuna út fyrir landsteinana nú í sumar og ennþá fleiri í haust og í vetrarbyrjun.

Í byrjun þarnæstu viku fjölgar áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli töluvert. Mynd: Isavia

Nú er rétt rúm vika í enduropnun landa­mæra fjölda Evrópu­ríkja og þar á meðal Íslands. Á sama tíma kemst farþega­flug til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í hefð­bundnari skorður og þannig munu þotur Icelandair fljúga fjörutíu og eina ferða í viku hverri til evrópskra áfanga­staða. Flestar ferð­irnar verða til Kaup­manna­hafnar eða níu í hverri viku. Auk þess munu flug­félög eins og SAS, Transavia og Wizz Air taka upp þráðinn í Íslands­flugi.

Það verður þó margt öðru­vísi við ferðalög milli landa nú í sumar vegna kóróna­veirunnar. Engu að síður segjast þrettán prósent Íslend­inga ætla út nú í sumar og um fjórð­ungur þjóð­ar­innar segir líklegt að haldið verði út í heim á tíma­bilinu sept­ember til desember í ár.

Á hinn bóginn segir helm­ing­urinn að utan­lands­ferð verði í fyrsta lagi á dagskrá á næsta ári. Um tíund svar­enda ætlar að bíða ennþá lengur.

Þetta kemur fram í niður­stöðum nýrrar könn­unar á vegum EMC rann­sókna sem fram­kvæmd var síðustu vikuna í maí. Alls tóku 718 svar­endur þátt í rann­sókn­inni og endur­speglar þýðið Íslend­inga með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.

Áhuginn á ferðum út í heim í ár er mestur meðal eldra fólks, íbúa höfuð­borg­ar­svæð­isins og tekju­hærri hópa. Hér má kynna sér niður­stöður könn­un­ar­innar nánar.

Þess ber að geta að nú fyrir helgi var tilkynnt að erlendir ferða­menn og Íslend­ingar sem kom til landsins verða sjálfir að borga fimmtán þúsund krónur fyrir Covid-19 próf.