271 þúsund færri gistinætur

Vegna heimsfaraldursins heldur heimsbyggðin sig að mestu heima.

Við Hótel Kea á Akureyri. Mynd: Keahótelin

Hagstofan áætlar að gistinætur á íslenskum hótelum hafi samtals verið 44 þúsund í síðasta mánuði. Á sama tíma í fyrra voru þær 315 þúsund og hlutfallslega nemur samdrátturinn 86 prósentum.

Skýringin á þessu mikla falli liggur í þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Nú eru landamæri aftur á móti að fara opnast á ný og því von til þess að samdrátturinn í júní verði minni en í maí.