99 prósent samdráttur í hótelnóttum útlend­inga

Heimsfaraldurinn sem nú geysar hefur dregið gríðarlega úr fjölda ferðamanna hér á landi líkt og nýjar gistináttatölur Hagstofunnar sýna vel.

Gistinætur útlendinga á hótelum á höfuðborgarsvæðinu voru rétt um þúsund í maí. Á sama tíma í fyrra voru þær um 160 þúsund. MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Heild­ar­fjöldi greiddra gistinátta í maí síðast­liðnum dróst saman um 89 prósent saman­borið við maí 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 88 prósent og um 86 prósent á gisti­heim­ilum samkvæmt frétt á veg Hagstof­unnar.

Þar segir að í heildina nam fækkun á öðrum tegundum gisti­staða 84 prósentum og er þar horft til farfugla­heimila, orlofs­húsa o.s.frv. Ekki var hægt að áætla erlendar gist­inætur á stöðum sem miðla gist­ingu í gegnum Airbnb og svip­aðar síður að þessu sinni þar sem hin mikla fækkun farþega á Kefla­vík­ur­flug­velli gerir fram­kvæmd landa­mæra­könn­unar þar ómögu­lega.

Þegar aðeins er horft til gistanátta á hótelum þá sést vel hversu þungt útlend­ingar vega. Gistinóttum þeirra fækkaði þannig um 99 prósent í maí en samdrátt­urinn hjá Íslend­ingum nam rúmlega tíund.