Ekki lengur stærsti hlut­hafinn í Icelandair

Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management heldur áfram að selja bréf sín í íslensku fyrirtækjasamsteypunni.

Mynd: Berlin Airport

Banda­ríski vogun­ar­sjóð­urinn PAR Capital hefur síðustu vikur losað sig við hluta­bréf í Icelandair Group í smáskrefum. Þrátt fyrir það hefur sjóð­urinn áfram verið efstur á blaði yfir tuttugu stærstu hlut­hafa í þessu stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki landsins.

Núna er aftur á móti svo komið að Lífeyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna er orðinn stærsti hlut­hafinn samkvæmt nýbirtum hlut­hafal­ista á heima­síðu Icelandair Group. Hlutur lífeyr­is­sjóðsins nemur sem fyrr 11,81 prósenti en PAR Capital er komið niður í 11,75 prósent.

Þrír mismun­andi sjóðir á vegum Stefnis eiga þó ennþá meira eða 12,25 prósent saman­lagt.

Áður en banda­rísku fjár­fest­arnir hófu að selja bréf í Icelandir um páskana þá áttu þeir 13,7 prósent. Síðan þá hafa þeir í heildina selt rétt rúmlega 106 milljón hluti í Icelandair og hefur gengið á þessu tíma­bili rokkað á milli 1,5 og 3,4.

Í dag er gengið um 2,3 en stærstan hluta bréfa sinna í Icelandair Group keypti PAR Capital á genginu 9,03 í fyrra fyrir um 5,6 millj­arða króna. Síðasta sumar bætti sjóð­urinn svo við fleiri bréfum á ennþá hærra gengi.